Innlent

Veislunni er lokið - hrun í kampavínssölu

Ingimar Karl Helgason. skrifar

Áfengissala fer vaxandi og hefur aukist töluvert frá í fyrra. Mest eykst sala á bjór, en sala á kampavíni hefur hrunið. Viðbúið er að áfengisverð eigi eftir að hækka mikið á næstu misserum; vegna hærra áfengisgjalds.

Fram kemur í nýjasta Vínblaði Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins að áfengissala hafi aukist það sem af er ári. Sala á bjór eykst nokkuð en sala á nokkrum vörutegundum hefur hrunið eftir hrunið. Nefna má Brandí og blandaða sterka drykki, og partíið er búið: sala á kampavíni hefur líka hrunið.

Áfengisgjaldið var hækkað í sumar; en það er drjúgur hluti af ágengisverðinu; þó mismunandi mikið eftir því hvernig áfengi er um að ræða.

Í skýrslu fjármálaráðuneytisins frá í sumar, um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir næstu ár, kemur fram að unnt ætti að vera að hækka áfengisgjald um þrjátíu til fjörutíu prósent, í nokkrum áföngum. Gjaldið var hækkað í sumar, en í skýrslunni segir að það mætti hækka um tíu prósent til viðbótar um áramótin og svo önnur tíu prósent í ársbyrjun 2011.

Þetta gæti haft í för með sér - ef ekkert annað breytist - að dós af bjór hækkaði um þrjátíu krónur í verði. Kippan um 160. Algengt verð á bjórkippu í ríkinu yrði þannig komið í hátt í 2000 krónur.

Vodkaflaskan sem nú kostar ríflega fjögurþúsund krónur, færi upp undir fimm þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×