Skoða leiguhúsnæði fyrir yfirfull fangelsi 12. september 2009 05:45 Hegningarhúsið Í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg voru sextán fangar vistaðir í gær. Tvísett var í fimm klefa. Fangelsið er á undanþágu til áramóta. Dómsmálaráðherra og yfirvöld fangelsismála hafa nú til athugunar að leigja húsnæði þar sem vista megi afplánunarfanga. Ýmsir kostir eru í þeirri stöðu. Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að öll fangelsi á landinu eru nú yfirfull. 240 dæmdir brotamenn bíða á boðunarlista eftir því að hefja afplánun. Þeir sem lengst hafa verið á listanum hlutu dóm á árinu 2005. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, óttast að sleppa þurfi þeim mörgu innbrotsþjófum, sem lögreglan hefur verið að taka að undanförnu, á götuna eftir að þeir hljóti dóm þar sem ekki verði pláss fyrir þá í fangelsum hér. „Það má alls ekki gerast að lögregla fari í víðtækar aðgerðir og nái þessum árangri en síðan verði skortur á fangaplássum til þess að menn fari út á götuna strax aftur. Það gengur ekki upp. Það er verið að huga að ákveðnum bráðabirgðalausnum í því sambandi, svo og lausnum til langframa.“ Dómsmálaráðherra segir að auk þess að reyna að fjölga afplánunarplássum sé verið að huga að öðrum fullnustuúrræðum, svo sem rafrænu eftirliti og að fjölga þeim tilvikum þar sem hægt sé að fullnusta refsidóm með samfélagsþjónustu. „Fangavist er ein leið afplánunar. Í rafrænu eftirliti eru menn með staðsetningartæki, sem er einnig mjög íþyngjandi. Hvað varðar síðarnefnda úrræðið er í mínum huga ekki verið að gefa afslátt á fullnustunni, þótt hún fari fram með öðrum hætti. En það er alveg ljóst líka að úrræði eins og samfélagsþjónusta og rafrænt eftirlit hentar ekki nema í ákveðnum tilvikum. Það verður að vanda sig við það í fyrsta lagi að ákveða hvers konar dómum er hægt að fullnægja með þessum hætti og hvaða sakamenn eru til þess fallnir að geta fullnustað með þessu móti. Það er ekki hægt að leysa biðlistana með þessum úrræðum og því erum við að horfa til þess að reyna með einhverjum ráðum að fjölga fangaplássum.“ Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um rafrænt eftirlit á haustþingi, að sögn ráðherra. „Það liggur mjög á þessu. Þessi staða sem nú er uppi í fangelsismálum er algjörlega óviðunandi.“ Spurð hvort ekki væri einfaldast að byggja nýtt fangelsi eins og verið hefur á döfinni árum saman segir ráðherra hvorki slíka byggingu né stækkun Litla-Hrauns uppi á borðinu nú.jss@frettabladid.is Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Dómsmálaráðherra og yfirvöld fangelsismála hafa nú til athugunar að leigja húsnæði þar sem vista megi afplánunarfanga. Ýmsir kostir eru í þeirri stöðu. Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að öll fangelsi á landinu eru nú yfirfull. 240 dæmdir brotamenn bíða á boðunarlista eftir því að hefja afplánun. Þeir sem lengst hafa verið á listanum hlutu dóm á árinu 2005. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, óttast að sleppa þurfi þeim mörgu innbrotsþjófum, sem lögreglan hefur verið að taka að undanförnu, á götuna eftir að þeir hljóti dóm þar sem ekki verði pláss fyrir þá í fangelsum hér. „Það má alls ekki gerast að lögregla fari í víðtækar aðgerðir og nái þessum árangri en síðan verði skortur á fangaplássum til þess að menn fari út á götuna strax aftur. Það gengur ekki upp. Það er verið að huga að ákveðnum bráðabirgðalausnum í því sambandi, svo og lausnum til langframa.“ Dómsmálaráðherra segir að auk þess að reyna að fjölga afplánunarplássum sé verið að huga að öðrum fullnustuúrræðum, svo sem rafrænu eftirliti og að fjölga þeim tilvikum þar sem hægt sé að fullnusta refsidóm með samfélagsþjónustu. „Fangavist er ein leið afplánunar. Í rafrænu eftirliti eru menn með staðsetningartæki, sem er einnig mjög íþyngjandi. Hvað varðar síðarnefnda úrræðið er í mínum huga ekki verið að gefa afslátt á fullnustunni, þótt hún fari fram með öðrum hætti. En það er alveg ljóst líka að úrræði eins og samfélagsþjónusta og rafrænt eftirlit hentar ekki nema í ákveðnum tilvikum. Það verður að vanda sig við það í fyrsta lagi að ákveða hvers konar dómum er hægt að fullnægja með þessum hætti og hvaða sakamenn eru til þess fallnir að geta fullnustað með þessu móti. Það er ekki hægt að leysa biðlistana með þessum úrræðum og því erum við að horfa til þess að reyna með einhverjum ráðum að fjölga fangaplássum.“ Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um rafrænt eftirlit á haustþingi, að sögn ráðherra. „Það liggur mjög á þessu. Þessi staða sem nú er uppi í fangelsismálum er algjörlega óviðunandi.“ Spurð hvort ekki væri einfaldast að byggja nýtt fangelsi eins og verið hefur á döfinni árum saman segir ráðherra hvorki slíka byggingu né stækkun Litla-Hrauns uppi á borðinu nú.jss@frettabladid.is
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira