Innlent

Hátt í hundrað manns hringja daglega í Rauða krossinn

Ingimar Karl Helgason skrifar
Hátt í hundrað manns hringja daglega í HjálparsímaRauða krossins. Vaxandi örvænting er hjá þeim sem hringja þangað. Fólk kvíðir vetrinum og finnst það þurfa að velja á milli þess að gefa börnum sínum að borða eða greiða af lánum.

Sjálfboðaliðar hjá Rauðakrossinum liðsinna samborgurum með því að svara í hjálparsíma rauða krossins og veita andlegan stuðning; síminn þar er 1717. Fjóla Einarsdóttir hjá Rauða krossinum, segir að símtölum hafi fjölgað mjög í kjölfar bankahrunsins; um þriðjung og upp undir helming. Hátt í hundrað símtöl komi daglega. „Það er vaxandi örvænting hjá fólki og það kvíðir vetrinum," segir Fjóla.

Hún tekur dæmi af fólki sem hefur verið atvinnulaust lengi og hefur þurft að hætta að greiða af húsnæðislánum. „Fólk hefur spurt sig: Á ég að gefa börnunum mínum að borða eða borga af lánunum? Það hefur þurft að hætta að greiða af lánunum og spyr sig nú: Hvað verður um okkur?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×