Innlent

Ófært inn í Þórsmörk

Lögreglan á Hvolsvelli varar vegfarendur sem ætla að leggja á hálendisleiðir nú í kvöld og um helgina við færð á svæðinu.

Ófært er nú inn í Þórsmörk nema fyrir allra stærstu rútur. Það er einungis fyrir velkunnuga að komast þangað við þessar aðstæður, en minnstu sprænur sem venjulega eru auðveldar yfirferðar eru nú mjög erfiðar.

Ófært er í Bása og Langadal þar sem vegurinn við Hvanngil er í sundur. Þá er göngubrúin yfir Krossá ófær þar sem hún nær nú aðeins yfir hluta árinnar. Ragnheiður Hauksdóttir staðarhaldari í Húsadal segir þetta með því versta sem hún hefur séð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×