Innlent

Rúmlega þúsund Pólverjar atvinnulausir hér á landi

Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði eða tæplega 460 manns
Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði eða tæplega 460 manns
Rúmlega eittþúsund Pólverjar eru atvinnulausir af þeim rúmlega tíu þúsund sem dvelja hér á landi. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði.

Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu frá Vinnumálastofnun en samkvæmt henni eru rúmlega 14.370 manns skráðir atvinnulausir hér á landi í lok ágúst. Alls voru 1652 erlendir ríkisborgarar skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun í lok ágúst. Þar af eru 1037 Pólverjar eða um 63 % þeirra útlendinga á skrá. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði eða tæplega 460 manns.

Pólverjar hafa hins vegar aldrei verið fleiri en núna. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni frá fyrsta janúar á þessu ári voru rúmlega 11 þúsund Pólverjar á landinu. Á sama tíma í fyrra voru þeir hins vegar rúmlega 9.900. Nú er hins vegar talið að þeim hafi fækkað vegna efnahagsástandsins og telur pólska ræðismannskrifstofan að þeir sé í kringum tíu þúsund talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×