Fleiri fréttir

Esjan orðin eða verður snjólaus

Veður Enn voru tveir örsmáir snjóskaflar í Gunnlaugsskarði í Esjunni fyrri part viku, en sökum skýjafars hefur ekki tekist að greina hvort þeir eru horfnir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

DV braut gegn siðareglum

fjölmiðlar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fellt úrskurð um að blaðamaður og ritstjórar DV hafi brotið alvarlega gegn þriðju grein siðareglna félagsins. Blaðið fjallaði um ávirðingar konu, en viðmælandi blaðsins ásakaði hana um svik, lygar, lögbrot og framhjáhald.

Saka ríkisstjórnina um árás

Ríkisstjórnin virðist aðeins geta komið sér saman um eitt atriði varðandi sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku, og það er að ráðast á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ. Þetta er fullyrt í opnu bréfi bæjarstjóra og formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar til iðnaðarráðherra.

Verðmætið nam 1,5 milljörðum

Grásleppuvertíð, sem nýlokið er, var víðast hvar góð og skilaði grásleppukörlum miklum verðmætum, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Auglýsa hefði átt starfið laust

Forstjóri Landspítalans fór á svig við lög þegar ráðið var í tímabundið laust starf á sviði almannatengsla spítalans án undangenginnar auglýsingar.

Ákærðir fyrir golfkylfuárás

Fjórum ungum mönnum hefur verið birt ákæra fyrir líkamsárás, en þeir réðust með offorsi að fimmta manninum á Laugavegi eina sumarnóttina í fyrra. Golfkylfu var meðal annars beitt í barsmíðunum.

Ræða börnin brottfluttu

Grænland Ljúka skal máli 22 grænlenskra barna, sem voru flutt nauðungarflutningum til Danmerkur á sjötta áratugnum, á virðulegan hátt. Þetta segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, Kuupik Kleist. Hann ætlar að ræða um flutningana við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, í næstu viku.

Semenya er tvíkynja

Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn.

Landsamband Kúabænda harma ásakanir um falsað nautahakk

Landsamband Kúabænda harma ummæli Þórarins Jónssonar á Hálsi, en hann sagði í viðtali við sjónvarp mbl.is í morgun að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því.

Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, verði áfram í farbanni allt þar til dómur fellur í máli hennar.

Var víst úrskurðaður brotlegur - vill siðanefndina burt

„Ástæðan fyrir því að ég verð að andmæla úrskurðinum er sú að ég vil ekki að nafnið mitt verði varðveitt í slíkum dómi fyrir annarra manna brot. Mér þykir vænna um nafnið mitt en það," segir fyrrum ritstjóri DV en hann var úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðmanna í dag.

Bankastjóri tjáir sig ekki um fjársvikakærur

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, ætlar ekki að tjá sig um lögreglukæru sem beinist gegn honum, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og nýja og gamla bankanum.

Fleiri erlendir í varðhaldi en íslenskir

Mun fleiri útlendingar en Íslendingar sátu í gæsluvarðhaldi hér á landi á síðasta ári. Hlutfallið er nær helmingur, það sem af er þessu ári. Kostnaður vegna erlendra ríkisborgara í íslenskum fangelsum nemur tæpum 200 milljónum króna á ári.

Skrifstofustóllinn á Röntgen Domus er laus

Búið er að losa skrifstofustólinn sem lenti í segulómtækinu hjá Röngten Domus þann 20 ágúst síðastliðinn. Tæpar þrjár vikur liðu, frá því að stóllinn þeyttist að tækinu með ógnarkrafti, þangað til að búið var að losa hann. Þær upplýsingar fengust hjá Röntgen Domus í dag að tækið hefði farið í gang í gær og nú væri unnið langt fram á kvöld til þess að vinna upp þann biðlista sem myndaðist á meðan að tækið var óstarfhæft.

Játar að hafa framið ránið í 11-11

Karlmaður um tvítugt hefur játað að hafa framið rán í verslun 11-11 við Hlemm í fyrrakvöld. Hann var handtekinn í gær en ekki var hægt að yfirheyra manninn í gær vegna ástands hans.

Nefbraut kynsystur sína á Apótekinu

Tuttugu og níu ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa skallað kynsystur sína í andlitð eð þeim afleiðingum að nefbein brotnaði. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Apótekinu í Reykjavík þann 4 janúar síðastliðinn. Sú sem varð fyrir árásinni krefst rúmra 800 þúsund króna í miskabætur og málskostnað.

Samningurinn við Magma samþykktur

Salan á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku til Magma Energy var samþykkt borgarráði í dag með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn greiddi atkvæði gegnum samningnum sem kemur næst til kasta borgarstjórnar Reykjavíkur.

Öryggisverðir vilja varnarhunda

Rætt hefur verið um að öryggisverðir fái heimild til þess að beita varnarhundum þar sem starf þeirra fer fram á fáförnum stöðum. Hins vegar hefur ekki komið til tals í ráðuneytinu að öryggisverðir fái heimild til þess að beita valdbeitingartækjum. Í dómsmálaráðuneytinu stendur yfir vinna um breytingar á lögum um öryggisþjónustu.

Neytendasamtökin rannsaka falsað nautakjöt

Neytendasamtökin krefjast þess að Matvælastofnun rannsaki ásakanir um að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því. Formaður samtakanna segir að ef ásakanirnar séu réttar sé verið að stela af neytendum á grundvelli vörusvika.

Dæmdur einu og hálfu ári eftir að hann hætti

Fyrrum ritstjóri DV, Sigurjón M. Egilsson, hefur verið dæmdur af siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fyrir grein sem var rituð í DV í júní síðastliðnum. Það athyglisverða við úrskurð siðanefndarinnar er helst það að Sigurjón hafði ekki starfað sem ritstjóri fjölmiðilsins í eitt og hálft ár þegar umfjöllunin birtist.

Keflavíkurflugvöllur annar besti í Evrópu

Þjónusta við farþega á Keflavíkurflugvelli er fyrsta flokks að mati farþega sem völdu hann annan besta flugvöll í Evrópu á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vellinum. Þar segir að alþjóðasamtök flugvallarekenda, Airports Council International, standi fyrir ítarlegri þjónustukönnun flugfarþega á helstu flugvöllum heims og var Keflavíkurflugvöllur valinn þriðja besta flughöfn í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi og var í fjórða sæti fyrir allt árið í fyrra.

Magnús Þorsteinsson stefnir fréttamanni Stöðvar 2

Athafnamaðurinn Magnús Þorsteinsson hefur stefnt Gunnari Erni Jónssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Magnús krefst einnar milljónar króna í skaðabætur vegna fréttar fréttastofunnar um millifærslur hans úr Straumi yfir á erlenda bankareikninga í október á síðasta ári. Eins og áður hefur verið greint frá hafa Karl Wernersson og Björgólfsfeðgar einnig stefnt fréttamönnum og fréttastjóra Stöðvar 2 í tengslum við sömu frétt.

Segir meirihluta hafa verið starfandi á Álftanesi

Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir rangt að meirihlutalaust hefur verið í bæjarfélaginu í einn og hálfan mánuð. Hann telur eðlilegast að einn af bæjarfulltrúum Álftaneshreyfingarinnar myndi nýjan meirihluta með sjálfstæðismönnum.

Ríkislögreglustjóri minnir á nágrannavörslu

Vegna mikillar fjölgunar innbrota að undanförnu hvetur ríkislögreglustjóri almenning til að huga vandlega að öryggi heimila sinna og gera viðeigandi ráðstafanir til að torvelda innbrot. Í því samhengi minnir ríkislögreglustjóri á mikilvægi nágrannavörslu. Mikilvæg forvörn felst í samvinnu og samheldni fólksins í landinu. Hið sama gildir um eigendur og stjórnendur fyrirtækja. Samvinnu og árvekni er einnig þörf á því sviði.

Ummæli þingmanna niðurlægjandi

Sveitarstjórn Flóahrepps harmar niðurlægjandi ummæli einstakra þingmanna um sveitarstjórnarmenn í hreppnum vegna umræðu um greiðslur Landsvirkjunar vegna skipulagsvinnu í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir.

Sló mann með glerflösku á Nasa

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa slegið annan karlmann í höfuðið með glerflösku á skemmtistaðnum Nasa þann 7. september í fyrra. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut skurð í hársverði sem sauma þurfti með sex sporum.

Útúrsnúningar og aulaafsakanir í Grindavík

Sjálfstæðisfélag Grindavíkur sá ástæðu til að snupra oddvita sinn í bæjarstjórn vegna skrifa hans á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Pistillinn er afar harðorður í garð fráfarandi bæjarstjóra þar sem bæjarstjórinn er meðal annars sagður hafa verið með útúrsnúninga og aulaafsakanir í fjölmiðlum. Búið er að fjarlægja pistillinn af vef bæjarfélagins og auk þess hefur honum verið talsvert breytt á heimasíðu oddvitans.

Nær engir biðlistar á leikskólum borgarinnar

Nær engir biðlistar eru eftir plássum á leikskólum höfuðborgarinnar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að auðveldara hefur verið að fá starfsfólk til vinnu en áður. Flest börn komast nú inn á leikskóla um átján mánaða aldur en áður þurftu þau oft að bíða til tveggja ára aldurs.

Framsalsgögnin komin - farið fram á gæsluvarðhald í dag

Dómsmálaráðuneytinu hafa borist framsalsgögn frá brasilískum stjórnvöldum vegna lýtalæknisins Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi um miðjan ágúst. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns Ramos verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum síðar í dag. Ramos var dæmdur í 30 daga fangelsi þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns í Leifsstöð og lýkur afplánun þess dóms á morgun.

Hátt í tuttugu sófasettum stolið í Dugguvogi

Starfsmenn húsgagnaverslunarinnar Patta ehf. í Dugguvogi ráku upp stór augu þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Í nótt hafði verið farið inn í tvo gáma fyrir utan verslunina og 10-12 glænýjum sófasettum stolið. Í fyrrinótt voru 4-6 sófasett tekin. Tjónið er vel á fjórðu milljón króna. Þórarinn Hávarðsson sölustjóri segir tjónið gríðarlegt.

Vill funda með borgarstjóra um minnisvarða um Helga Hóseasson

„Við erum á byrjunarreit en ég vonast til þess að þegar fleiri frétti af söfnuninni að þá fari eitthvað að streyma inn,“ segir Alexander Freyr Einarsson . Hann hefur í samráði við ættingja Helga Hóseassonar ákveðið að hrinda af stað söfnun til þess að hægt verði að reisa minnisvarða um Mótmælanda Íslands, eins og Helgi var oft kallaður.

Öryggisvörður yfirbugaði innbrotsþjóf

Brotist var inn í leikskólann Rofaborg í nótt. Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni var snöggur á staðinn og sá brotna rúðu, stuttu síðar var öryggisvörðurinn búinn að yfirbuga mann í nýbyggingu skólans. Mikið var búið að róta til í hillum á staðnum, en ekki búið að vinna skemmdir á öðru en rúðunni. Lögreglan kom á staðinn og handtók innbrotsþjófinn.

Björguðu ferðamanni úr sjálfheldu

Björgunarsveitarmenn frá Ísafirði og Hnífsdal unnu björgunarafrek þegar þeir björguðu erlendum fjallgöngumanni úr sjálfheldu í hamrabelti í Þverfjalli við Skutulsfjörð í gærkvöldi.

Lampaþjófar enn á ferð

Brotist var inn í gróðrastöð í Laugarási í Biskupstugnum í fyrrinótt og þaðan stolið 13 hitalömpum en 28 sams konar lömpum var stolið úr annarri gróðrastöð í uppsveitum Árnessýslu nóttina áður.

Harður árekstur á Akureyri

Farþegi slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, þegar tveir bílar skullu saman á mótum Þórunnar- og Þingvallastrætis upp úr klukkan fjögur í nótt.

Fullar fangageymslur í nótt

Óvenjumargir afbrotamenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir ýmis afbrot. Tvítugur maður, sem handtekinn var í gær, grunaður um ránið í 11-11 verslun við Hlemm í fyrrakvöld dvelur þar, þar sem hann var í svo annarlegu ástandi í gær að ekki var hægt að yfirheyra hann.

Skerðingar á móti hærri framfærslu

Réttur námsmanna til atvinnuleysisbóta í sumarfríi verður afnuminn, skerðing á námslánum vegna tekna aukin og tekið verður harðar á námsmönnum sem þiggja atvinnuleysisbætur til að skera niður kostnað á móti fimmtungshækkun grunnframfærslu námslána.

Segir Vilhjálm Bjarnason ljúga

Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, segir Vilhjálm Bjarnason hafa sagt ósatt þegar hann sagði að fólk tengt Guðmundi hefði selt stofnfjárhluti sumarið 2007.

Mállaus börnin vissu ekki hvar þau voru

Kafli nýrrar skýrslu vistheimilanefndar um Heyrnleysingjaskólann er sláandi. Í honum lýsa nemendur skólagöngu sinni, og lífi sínu þar með, en lengi bjuggu flestir nemenda á vist skólans. Var sumum ekið í skólann að hausti og sóttir að vori.

Sjö-núll fyrir Íslendingum

Íslendingar sigruðu Ísraela með sjö mörkum gegn engu í leik U17-liða kvenna á Kópavogsvelli í gær. Þar af skoraði Þórdís Sigfúsdóttir tvö mörk, með mínútu millibili. Leikurinn var þáttur í undankeppni fyrir Evrópumótið 2011.

Aðild Íslands rökrétt framhald samvinnu

„Innganga Íslands í ESB mun ekki leysa öll vandamál Íslands í efnahagslegu tilliti en getur leikið stórt hlutverk í endurreisninni,“ sagði Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, í erindi sínu á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ og utanríkisráðuneytisins í gær.

Fleiri Bandaríkjamenn

Fyrstu sex mánuði þessa árs höfðu sjö prósentum fleiri ferðast frá Bandaríkjunum til Íslands miðað við sama tíma árið áður. Á sama tímabili höfðu 9,5 prósentum færri ferðast frá Bandaríkjunum til Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir