Innlent

Auðlindamál í endurskoðun

virkjanir Framtíðarfyrirkomulag varðandi auðlindir í eigu hins opinbera eru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag. Fjölmargir ráðherrar hafa lýst vilja sínum til breytinga á reglum þar um eftir að kanadíska fyrirtækið Magma gerði tilboð í hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku.

Meirihluti borgarráðs samþykkti samning um söluna í gær. Borgarstjórn tekur málið til endanlegrar afgreiðslu á þriðjudaginn. Kaupverð er 12 milljarðar króna og greiðast 30 prósent út og afgangurinn með skuldabréfi til sjö ára.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ekki farið leynt með þá stefnu flokks síns að orkufyrirtæki verði í opinberri eigu. Hann segir Magma hluta af stærra máli og ríkisstjórnin muni fara yfir heildarmyndina á fundi sínum. Hann og iðnaðarráðherra hafi undirbúið stefnumótun í þessum málum.

Ríkisstjórnin reyndi að ganga inn í söluna til Magma en ekki náðist samkomulag þar um. Hann segir það á ábyrgð borgarstjórnar að taka ákvörðun um söluna. - kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×