Innlent

Óvissa um orku fyrir Helguvík

Ingimar Karl Helgason. skrifar
Framkvæmdir Í Helguvík.
Framkvæmdir Í Helguvík.

Óvissa er um hvort næg orka verður til fyrir álver Norðuráls í Helguvík, þegar það á að taka til starfa árið 2011. Norðurál tilkynnti í dag um samninga við þrjá erlenda banka sem ætla að útvega framkvæmdafé.

Fjármögnun álvers í Helguvík hefur verið í nokkurri óvissu. Framkvæmdir hófust fyrir allnokkru, en hafa verið í hægagangi um töluvert skeið. Norðurálsmenn segjast í dag hafa lokið við áfanga í málinu. Tilkynnt var í morgun að samið hefði verið við þrjá erlenda banka, sem eiga að aðstoða við að útvega alþjóðlegt fjármagn til verkefnisins.

Markmiðið er að hefja álframleiðslu árið 2011.

Forystumenn samtaka verkafólks og atvinnurekenda hafa kallað eftir framkvæmdum.

Kristján Gunnarsson, formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir þá þarna suðurfrá hafa legið á bæn og vænst þess að kraftur kæmi í framkvæmdir; enda sé atvinnuleysi hjá karlmönnum mikið á suðurnesjum.

Þar er lögð ofuráhersla á að það takist að skaffa rafmagn í framkvæmdirnar. Það þyrfti að fara að virkja; allir séu rafmagnslausir og ríkisstjórnin líka.

Álver í Helguvík á að fá raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur og HS orku, þegar þar að kemur.

HS orka vill virkja á Reykjanesi og útvega þannig rafmagn fyrir álverið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×