Innlent

Átta í gæsluvarðhaldi vegna innbrota - 25 handteknir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Átta karlar á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu. Alls hafa 25 manns verið handteknir vegna rannsóknarinnar en fólkið er allt af erlendum uppruna.

Lagt hefur verið hald á mikið af þýfi en verðmæti þess nemur milljónum króna. Lögreglan vinnur nú að því að koma hinum stolnu munum aftur í réttar hendur en slíkt er tímafrekt og eru borgarar beðnir um að sýna því skilning.

Lögreglan segir ljóst að þýfið sé úr mörgum innbrotum en það hafi verið endurheimt við húsleitir á ýmsum stöðum. Það láti nærri að húsleitir vegna rannsóknarinnar séu tæplega 20. Lögreglan segir að rannsókn málsins miði vel en að henni hafi komið þrjár lögreglustöðvar í umdæminu auk annarra starfsmanna embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×