Innlent

Sæsteinsuga föst á hausnum

Fylgifiskar Laxinn, sem var um sex pund að þyngd, var ekki mikið lengri en sæsteinsugan. Hún hefur líklega verið föst við laxinn í langan tíma.
Fylgifiskar Laxinn, sem var um sex pund að þyngd, var ekki mikið lengri en sæsteinsugan. Hún hefur líklega verið föst við laxinn í langan tíma.

Lax sem veiddist við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá á dögunum reyndist hafa fullorðna sæsteinsugu fasta á hausnum. Er þetta fyrsta þekkta tilfellið um að þetta sníkjudýr komi úr ferskvatni hér við land.

Guðbrandur Einarsson, veiðileiðsögumaður við Ytri-Rangá, hefur séð lax dreginn á land við ána í hundraða vís og nokkur fjöldi þeirra hefur haft sár eftir sæsteinsugu. Ekki eru þekkt dæmi þess að steinsugan fylgi hýslinum úr sjó eins og í þessu tilfelli.

„Ég velti því fyrir mér hvort kvikindið hafi fylgt laxinum vegna þess að hún saug sig fasta við hausinn á honum. Ég hef aldrei séð haussár á laxi heldur eru þau alltaf á búknum.“

Ekki hefur tekist að staðfesta að sæsteinsuga sé tekin að hrygna á Íslandi, þrátt fyrir að ummerki eftir þetta sníkjudýr hafi fundist á sjóbirtingi veiddum á Suðurlandi um nokkurra ára skeið.

Vitað er að sæsteinsuga getur valdið dauða hýsils síns og getur hún einnig valdið miklum usla í stofnum laxfiska.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×