Innlent

Stjórn Meistarafélags kjötiðnaðarmanna kölluð saman

Kristján Kristjánsson formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna hefur boðað til fundar í stjórn félagsins í kjölfar frétta um að nautahakk hafi í einhverjum tilvikum verið blandað hrossakjöti og öðru. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að Neytendasamtökin kanna mál af þessu tagi. Þá hefur nautakjötsbóndi í Kjós lýst slíkum vinnubrögðum.

Kristján sagði í samtali við fréttastofu að stjórnin hefði verið kölluð saman af þessu tilefni, viðbrögð félagsins væri að vænta eftir fund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×