Innlent

Hraðakstur eykst í nágrenni Hvolsvallar

Fjöldi ökumanna, sem lögreglan á Hvolsvelli hefur stöðvað það sem af er árinu vegna hraðaksturs, nálgast nú 1.500, sem er meira en á sama tíma í fyrra. Athygli vekur að þar af hafa 730 útlendingar verið stöðvaðir vegna hraðaksturs og voru langflestir þeirra á bílaleigubílum. Þá voru útlendingarnir að jafnaði mældir á mun meiri hraða en Íslendingar og kann lögregla ekki skýringu á því. Í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli er mikið um langa og beina vegakafla sem kunna að skýra málið að hluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×