Innlent

Þrír handteknir með þjófa-þjófavörn

Þrír Litháar með nokkurskonar þjófa-þjófavörn voru handteknir í Borgarnesi í dag samkvæmt lögreglunni. Mennirnir voru að versla í Hagkaup þegar árvökult starfsfólk veitti þeim eftirtekt.

Starfsmennirnir hringdu í lögregluna sem kom á staðinn og hafði afskipti af mönnunum. Þá kom í ljós að mennirnir voru með sérútbúnað til þess að koma í veg fyrir að þjófavörnin færi af stað þegar þeir gengu út með illa fengið góssið.

Mennirnir stálu hinsvegar engu þökk sé skjótum viðbrögðum starfsfólksins.

Lögreglan handtók þá hinsvegar þar sem þýfi fannst í bifreið þeirra. Þar var að finna fartölvu auk staðsetningatækis.

Lögregluna grunar að mennirnir hafi verið í ránsleiðangri og hvetur fólk að læsa að sér enda búin að vera sannkölluð innbrotsalda hér á landi undanfarna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×