Innlent

Rebekka fékk styrk frá Ásbirni

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði færði Rebekku Maríu Jóhannesdóttur 200 þúsund króna styrk í dag.

Vísir og Stöð 2 hafa sagt frá málefnum Rebekku í vikunni. Hún missti móður sína í síðasta mánuði og föður sinn fyrir tveimur árum síðan. Rebekka, sem á sjálf von á barni eftir um það bil tvo mánuði, á tvo bræður sem hún hyggst ala upp hjá sér eftir fráfall foreldra sinna. Bræður hennar eru sjö ára og tæplega tveggja ára og saman búa þau í íbúð í Hafnarfirði ásamt ömmu sinni.

Auk styrkjarins sem Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Rebekku í dag hyggst klúbburinn greiða fyrir skólamáltíðir eldri bróður hennar í vetur.










Tengdar fréttir

Fordæmi eru fyrir því að fólk taki systkini sín í fóstur

Það er ekkert í íslenskri löggjöf sem útilokar það að Rebekka María Jóhannesdóttir geti séð um systkini sín eftir andlát móður þeirra. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi lögfræðingur hjá Barnaverndastofu.

Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum

Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×