Innlent

Fann flöskuskeyti frá norskum borpalli

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Flöskuskeyti fannst nýverið í fjörunni við Málmey á Skagafirði. Að sögn Feykis.is var það sent frá norskum borpalli í febrúar síðastliðnum. Á miða í flöskunni er nafn sendandans ásamt símanúmeri og vefpóstfangi. Finnandinn, Magnús Ómar Pálsson frá Hofsósi, mun væntanlega slá á þráðinn en hann var í Málmey að ganga þar frá hlutum fyrir veturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×