Innlent

Fjórum sleppt og einn í haldi vegna gruns um stórfelldan sófaþjófnað

Karl á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á þjófnaði úr gámi í Reykjavík fyrr í vikunni.

 

Úr honum var stolið fjölmörgum sófasettum en þau eru nú flest eða öll komin í leitirnar.

 

Maðurinn sem um ræðir var handtekinn í gærkvöldi ásamt fjórum öðrum mönnum á líkum aldri en þeir síðarnefndu eru allir lausir úr haldi lögreglu.




Tengdar fréttir

Stálu sautján leðursófasettum

Andvirði sautján sófasetta sem stolið var úr gámum við fyrirtæki í Dugguvogi 2 í fyrrinótt og nóttina þar áður nemur rúmlega fjórum milljónum króna. Óvíst var síðdegis í gær hvort þau voru tryggð.

Fimm Íslendingar yfirheyrðir vegna þjófnaðar á 17 sófasettum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er þessa stundina að yfirheyra fimm Íslendinga sem grunaðir eru um þjófnað á 17 sófasettum í Dugguvogi. Sófasettunum var rænt í fyrri nótt og nóttina þar áður. Þórarinn Hávarðsson sölustjóri hjá fyrirtækinu Patta í Dugguvogi, sagði í samtali við Vísi í gær að verðmæti sófasettanna væri um fjórar milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×