Stúlkur máttu þola illa meðferð á Bjargi 12. september 2009 01:00 Bjarg Hjálpræðisherinn starfrækti stúlknaheimili á Seltjarnarnesi í rúm tvö ár. Því var lokað síðla árs 1967 í kjölfar lögreglurannsóknar sem upphófst eftir strok einnar stúlkunnar.fréttablaðið/stefán Vistheimilanefnd segir að meiri líkur en minni séu á að sumar viststúlkur á stúlknaheimilinu Bjargi hafi mátt þola illa meðferð í formi tiltekinna líkamlegra athafna og kynferðislegrar áreitni af hálfu einhverra starfskvenna heimilisins. Framburður viststúlkna annars vegar og starfskvenna Bjargs hins vegar um illa meðferð og ofbeldi á heimilinu stangast algjörlega á en nefndin segir í skýrslu sinni, sem birt var á þriðjudag, að frásagnir stúlknanna séu í meginatriðum trúverðugar. Þá er bent á að starfskonurnar hafi persónulegra hagsmuna að gæta. Það kunni að skýra framburð þeirra. Hjálpræðisherinn starfrækti stúlknaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi frá 1965 til 1967. Dvöldu þar samtals tuttugu stúlkur um lengri eða skemmri tíma. Tilefni vistunar var einkum ætluð aðkoma að lögbrotum, útivist um nætur, skróp í skóla, drykkja eða aðrir hegðunarerfiðleikar. Þær konur sem nefndin ræddi við sögðu allar að dvölin á Bjargi hefði verið þeim erfið og að þeim hefði almennt liðið illa þar. Auk aðskilnaðar við fjölskyldur nefndu þær erfið samskipti við starfsfólk, strangan aga, frelsisskerðingu og refsingar sem ástæður vanlíðanarinnar. Flestar kvennanna sögðu að þær hefðu verið beittar líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsfólks. Töluvert hefði borið á hótunum af hálfu starfsmanna og þær mátt sæta einangrunarvist á Upptökuheimilinu í Kópavogi eftir strok af Bjargi. Samskipti þeirra við fjölskyldur hefðu verið takmörkuð; heimsóknir undir eftirliti, bréf ritskoðuð og setið yfir símtölum. Fjórar af þeim sjö konum sem komu til viðtals við nefndina greindu frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu tiltekinna starfskvenna. Hefðu þær kysst stúlkurnar tungukossum og strokið þeim innanklæða. Þær starfskonur sem nefndin ræddi við þvertóku fyrir lýsingar kvennanna. Samskiptin hefðu almennt verið góð og allar ráðstafanir sem gripið hafi verið til hafi verið með hag stúlknanna í huga. Ásökunum um ofbeldi var vísað á bug. Þrátt fyrir að Vistheimilanefnd telji meiri líkur en minni á að sumar stúlknanna hafi mátt þola illa meðferð af hálfu einhverra starfskvenna Bjargs dregur hún ekki þá almennu ályktun að starfskonur hafi kerfisbundið og reglulega beitt viststúlkur illri meðferð eða ofbeldi. bjorn@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Vistheimilanefnd segir að meiri líkur en minni séu á að sumar viststúlkur á stúlknaheimilinu Bjargi hafi mátt þola illa meðferð í formi tiltekinna líkamlegra athafna og kynferðislegrar áreitni af hálfu einhverra starfskvenna heimilisins. Framburður viststúlkna annars vegar og starfskvenna Bjargs hins vegar um illa meðferð og ofbeldi á heimilinu stangast algjörlega á en nefndin segir í skýrslu sinni, sem birt var á þriðjudag, að frásagnir stúlknanna séu í meginatriðum trúverðugar. Þá er bent á að starfskonurnar hafi persónulegra hagsmuna að gæta. Það kunni að skýra framburð þeirra. Hjálpræðisherinn starfrækti stúlknaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi frá 1965 til 1967. Dvöldu þar samtals tuttugu stúlkur um lengri eða skemmri tíma. Tilefni vistunar var einkum ætluð aðkoma að lögbrotum, útivist um nætur, skróp í skóla, drykkja eða aðrir hegðunarerfiðleikar. Þær konur sem nefndin ræddi við sögðu allar að dvölin á Bjargi hefði verið þeim erfið og að þeim hefði almennt liðið illa þar. Auk aðskilnaðar við fjölskyldur nefndu þær erfið samskipti við starfsfólk, strangan aga, frelsisskerðingu og refsingar sem ástæður vanlíðanarinnar. Flestar kvennanna sögðu að þær hefðu verið beittar líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsfólks. Töluvert hefði borið á hótunum af hálfu starfsmanna og þær mátt sæta einangrunarvist á Upptökuheimilinu í Kópavogi eftir strok af Bjargi. Samskipti þeirra við fjölskyldur hefðu verið takmörkuð; heimsóknir undir eftirliti, bréf ritskoðuð og setið yfir símtölum. Fjórar af þeim sjö konum sem komu til viðtals við nefndina greindu frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu tiltekinna starfskvenna. Hefðu þær kysst stúlkurnar tungukossum og strokið þeim innanklæða. Þær starfskonur sem nefndin ræddi við þvertóku fyrir lýsingar kvennanna. Samskiptin hefðu almennt verið góð og allar ráðstafanir sem gripið hafi verið til hafi verið með hag stúlknanna í huga. Ásökunum um ofbeldi var vísað á bug. Þrátt fyrir að Vistheimilanefnd telji meiri líkur en minni á að sumar stúlknanna hafi mátt þola illa meðferð af hálfu einhverra starfskvenna Bjargs dregur hún ekki þá almennu ályktun að starfskonur hafi kerfisbundið og reglulega beitt viststúlkur illri meðferð eða ofbeldi. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira