Innlent

Henrik Íslandsmeistari í skák

Henrik Danielssen varð Íslandsmeistari í skák á Skákþingi Íslands í gærkvöldi, þegar hann gerði jafntefli við Guðmund Kjartansson í tíundu og næstsíðustu umferð. Hann hefur nú átta vinninga úr tíu skákum og ljóst að enginn mun ná hagstæðara vinningshlutfalli í síðustu umferð, jafnvel þótt Henrik tapi. Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson eru í öðru til þriðja sæti með sex og hálfan vinning hvor. Mótið er haldið í Bolungarvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×