Innlent

Borgaði Baugi 50 milljónir fyrir upplýsingar um eigið félag

Peningurinn fór í rekstur skrifstofunnar.
Peningurinn fór í rekstur skrifstofunnar.

Skilanefnd Landsbankans greiddi Baug group fimmtíu milljónir króna fyrir aðgang að bókhaldsgögnum félagsins BG Holdings yfir eignir þess í Bretlandi.

Hið undarlega er þó að skilanefndin var sjálf búinn að taka yfir félagið. BG Holding var í eigu Baugs en skilanefndin tók félagið yfir á árinu og hugðist fara yfir eignir þess þegar nefndin áttaði sig á því að hún var ekki með nein bókhaldsgögn BG Holding.

Gögnin reyndust föst í þrotabúi Baugs.

Því neyddist skilanefndin til þess að gera samning við móðurfélagið um aðgang að gögnunum og úr varð að nefndin greiddi heilar 50 milljónir króna fyrir upplýsingarnar að félaginu sem þeir sjálfir höfðu undir höndum. BG Holding rekur fjölmargar verslanir í Bretlandi og þar starfa tugþúsundir starfsmanna.

Það var ríkissjónvarpið sem greindi frá málinu í kvöld en upplýsingarnar mátti finna í skýrslu Pricewaterhouse Cooper.

Þar kom ennfremur fram að féð rann ekki til eiganda Baugs heldur í almennan rekstur skrifstofu þess í miðborginni, meðal annars í launakostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×