Einar segir frá því að allt í einu hafi heyrst hvellur og reykur hafi fylgt í kjölfarið. Þá hafi hann ýtt bílnum af veginum og kallað til viðbragðsaðila.

Hann segir að það virðist sem eitthvað hafi farið í spíssatré bílsins.
Einar greindi frá þessu í færslu á Facebook í gær.
„Maður á sjaldnast von á því að bílinn ofhitni með svo miklum metnaði að það komi til báls, þó var bílstjórinn sem þekktur er fyrir einstaklega mikla snerpu fljótur að forða sér,“ sagði hann.