FME vildi fjölmiðlafólk fyrir dómstóla 11. september 2009 06:00 Fámennt Fremur fámennt var á ráðstefnu um bankaleynd sem fram fór í Háskóla Íslands í gær, þrátt fyrir að málefnið sé fólki hugleikið eftir bankahrunið. Fréttablaðið/GVA Eðlilegra hefði verið að dómstólar fengju að skera úr um hvort fjölmiðlafólk hefði bakað sér refsiábyrgð með því að birta gögn sem varða við bankaleynd, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta kom fram í máli Árnýjar J. Guðmundsdóttur, lögfræðings á lánasviði FME, á ráðstefnu um bankaleynd í Háskóla Íslands í gær. Sérstakur ríkissaksóknari vegna bankahrunsins vísaði í vikunni frá málum sex fjölmiðlamanna sem FME vísaði til hans. Taldi hann bankaleynd ekki eiga við þar sem hún hefði þegar verið rofin þegar einhver afhenti fjölmiðlunum upplýsingarnar. Því hefði ekki verið hægt að saka fjölmiðlamennina um að rjúfa leynd sem þegar hefði verið rofin. Skilningur FME á lögum um bankaleynd er annar, sagði Árný. Eftirlitið teldi að trúnaðurinn ætti að fylgja gögnunum, sama hver fengi þau í hendur og hvernig. Það hefði einnig verið túlkun einstaklings sem hefði tekið þátt í að skrifa lögin, sem eftirlitið hefði ráðfært sig við. Heppilegra hefði verið að láta dómstólum eftir að skera úr um þetta álitamál, enda væri þá hægt að fjalla um almannahagsmuni af birtingu slíkra gagna, sem sérstakur ríkissaksóknari hefði ekki gert, sagði Árný. Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, blandaði sér í umræður um málið á ráðstefnunni í gær, og sagðist ekki túlka ákvörðun saksóknarans þannig að fjölmiðlar gætu nú birt hvaða upplýsingar sem er. Persónuverndarsjónarmið ætti enn við. Því yrði fjölmiðlafólk að fara varlega þegar ákveðið væri hvað ætti að birta og hvað ekki. Ríkir almannahagsmunir yrðu að liggja við til að réttlætanlegt væri að birta trúnaðargögn. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði það ekki réttu leiðina til að tryggja bankaleynd að kæra fjölmiðlafólk. Fyrirtæki sem hefði eitthvað óeðlilegt að fela ætti ekki að geta skýlt sér bak við bankaleyndina. Unnið er að breytingum á lögum um fjármálamarkaðinn, bæði hér á landi og innan Evrópusambandsins, sagði Gylfi. Sú vinna væri þegar langt komin. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Eðlilegra hefði verið að dómstólar fengju að skera úr um hvort fjölmiðlafólk hefði bakað sér refsiábyrgð með því að birta gögn sem varða við bankaleynd, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta kom fram í máli Árnýjar J. Guðmundsdóttur, lögfræðings á lánasviði FME, á ráðstefnu um bankaleynd í Háskóla Íslands í gær. Sérstakur ríkissaksóknari vegna bankahrunsins vísaði í vikunni frá málum sex fjölmiðlamanna sem FME vísaði til hans. Taldi hann bankaleynd ekki eiga við þar sem hún hefði þegar verið rofin þegar einhver afhenti fjölmiðlunum upplýsingarnar. Því hefði ekki verið hægt að saka fjölmiðlamennina um að rjúfa leynd sem þegar hefði verið rofin. Skilningur FME á lögum um bankaleynd er annar, sagði Árný. Eftirlitið teldi að trúnaðurinn ætti að fylgja gögnunum, sama hver fengi þau í hendur og hvernig. Það hefði einnig verið túlkun einstaklings sem hefði tekið þátt í að skrifa lögin, sem eftirlitið hefði ráðfært sig við. Heppilegra hefði verið að láta dómstólum eftir að skera úr um þetta álitamál, enda væri þá hægt að fjalla um almannahagsmuni af birtingu slíkra gagna, sem sérstakur ríkissaksóknari hefði ekki gert, sagði Árný. Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, blandaði sér í umræður um málið á ráðstefnunni í gær, og sagðist ekki túlka ákvörðun saksóknarans þannig að fjölmiðlar gætu nú birt hvaða upplýsingar sem er. Persónuverndarsjónarmið ætti enn við. Því yrði fjölmiðlafólk að fara varlega þegar ákveðið væri hvað ætti að birta og hvað ekki. Ríkir almannahagsmunir yrðu að liggja við til að réttlætanlegt væri að birta trúnaðargögn. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði það ekki réttu leiðina til að tryggja bankaleynd að kæra fjölmiðlafólk. Fyrirtæki sem hefði eitthvað óeðlilegt að fela ætti ekki að geta skýlt sér bak við bankaleyndina. Unnið er að breytingum á lögum um fjármálamarkaðinn, bæði hér á landi og innan Evrópusambandsins, sagði Gylfi. Sú vinna væri þegar langt komin. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira