Innlent

Mótmælendur hittu formann skipulagsráðs í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mótmælendur, þar á meðal Páll Óskar Hjálmtýrsson söngvari, hittu Júlíus Vífil Ingvarsson í dag. Mynd/ Sigurjón.
Mótmælendur, þar á meðal Páll Óskar Hjálmtýrsson söngvari, hittu Júlíus Vífil Ingvarsson í dag. Mynd/ Sigurjón.
Að minnsta kosti tvö þúsund manns hafa sent skipulagsyfirvöldum í Reykjavík athugasemdir vegna nýs deiliskipulags við Ingólfstorg, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á miðnætti í kvöld. Þá hafa á ellefta þúsund manna skráð sig á Facebook-síðu aðgerðarhóps sem barist hefur gegn framkvæmdum við torgið. Einnig hafa margir skrifað nafn sitt á undirskriftarlista sem legið hafa frammi í nokkrum fyrirtækjum við Ingólfstorg. Mótmælendur hittu svo Júlíus Vífil Ingvarsson, formann skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í dag.

„Þær framkvæmdir fela í sér flutning gamalla og sögufrægra húsa, stórskerðingu á almannarými, mikið skuggavarp og að þrengt verður freklega að elstu götumynd borgarinnar. Fulltrúar samtakanna ætla að ganga frá torginu að ráðhúsinu og afhenda borgarstjóra mótmælin," segir Halla Bogadóttir, úr Aðgerðarhópi um verndun Ingólfstorgs og tónlistarsalarins á Nasa, í tölvupósti sem hún sendi fjölmiðlum.

Hún bendir á að á Ingólfstorgi hafi orðið LÍF verið formað með ilmandi grasi til að leggja áherslu á óskir borgarbúa um meira mannlíf í miðborginni í stað steinsteypu og hótela með tilheyrandi umferðarþunga í elsta borgarkjarnanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×