Innlent

Heldur enn í vonina um að AGS svari fyrir mánaðamót

Jóhanna Sigurðardóttir vonast til þess að afstaða Breta og Hollendinga fari að skýrast. Mynd/ Vilhelm.
Jóhanna Sigurðardóttir vonast til þess að afstaða Breta og Hollendinga fari að skýrast. Mynd/ Vilhelm.
Ekki liggur enn fyrir hvenær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Íslendingar fái þau gjaldeyrislán sem samið hefur verið um.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún vonist til þess að málið verði tekið fyrir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir næstu mánaðamót.

Þá sagðist Jóhanna ekki hafa fengið svar við erindum sem hún sendi stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi vegna fyrirvara Alþingis við Icesave samkomulagið. Hún vonast hins vegar til þess að málin fari að skýrast á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×