Reykingar kosta 100.000 á hvern mann 12. september 2009 03:00 frá tóbaksvarnaþingi Fjallað var um reykingar frá mörgum hliðum í gær og kom skýrt fram hversu fórnarkostnaður samfélagsins er gífurlegur vegna þeirra. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra tók til máls. fréttablaðið/stefán Samfélagslegur kostnaður vegna reykinga á ári svarar til þess að allir Íslendingar greiði um 94 þúsund krónur úr eigin vasa. Sígarettupakkinn þyrfti að kosta um 3.000 krónur ef reykingamenn ættu sjálfir að bera allan kostnað sem fellur á samfélagið árlega. Þetta var meðal þess sem kom fram á tóbaksvarnaþingi Læknafélags Íslands í gær. Áætlað er að 36 þúsund Íslendingar reyki í dag; rúmlega tuttugu prósent þeirra sem hafa náð fullorðinsaldri. Kostnaður samfélagsins er áætlaður hátt í þrjátíu milljarðar króna á ári. Í upphafi ráðstefnunnar gerði hópur lækna grein fyrir því að öfugt við almannatrú snertu tóbaksreykingar allar sérgreinar læknisfræðinnar með einum eða öðrum hætti. Kristín Þorbjörnsdóttir heilsuhagfræðingur útskýrði að þegar kostnaður vegna reykinga væri reiknaður þyrfti að hyggja að mörgu. „Annars vegar er það kostnaður einstaklingsins sjálfs og hins vegar samfélagsins í heild. Þessi kostnaður liggur mjög víða og má nefna kostnað heilbrigðiskerfisins, eldsvoða, mengun, rusl, forvarnir og framleiðslutap vegna ótímabærra dauðsfalla og örorku.“ Breskar rannsóknir sýna að 5,5 prósent heilbrigðiskostnaðar þar í landi er vegna reykinga. Séu þær tölur settar í íslenskan búning var þessi kostnaður á sjöunda milljarð hér á landi árið 2007, að sögn Kristínar. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, fjallaði um reykingar sem fíkn. „Nikótínneysla er hegðun sem má fyrirbyggja og nikótínfíkn er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla.“ Valgerður sýndi fram á að reykingar væru stærsta fyrirbyggjanlega ástæða dauðsfalla í vestrænum heimi en mun fleiri falla frá vegna reykinga en vegna slysa, hvaða nafni sem þau nefnast. Valgerður varpaði því fram á þinginu að sjö prósent fullorðinna Íslendinga hefðu leitað sér aðstoðar á Vogi og ekki væri ofreiknað að önnur sjö prósent þyrftu á aðstoð að halda. Níu af hverjum tíu þeirra sem kæmu á Vog reyktu, eins og tölur frá stofnuninni sýndu. Á þessu sæist að nikótínfíkn og fíkn almennt væru náskyld. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra flutti ávarp á þinginu og minnti á að 400 Íslendingar létu lífið af völdum reykinga árlega. Líta mætti á þá staðreynd í ljósi þess fórnarkostnaðar sem samfélagið bæri af umferðarslysum en árlega deyja tuttugu til þrjátíu manns lífið í umferðarslysum á Íslandi. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Samfélagslegur kostnaður vegna reykinga á ári svarar til þess að allir Íslendingar greiði um 94 þúsund krónur úr eigin vasa. Sígarettupakkinn þyrfti að kosta um 3.000 krónur ef reykingamenn ættu sjálfir að bera allan kostnað sem fellur á samfélagið árlega. Þetta var meðal þess sem kom fram á tóbaksvarnaþingi Læknafélags Íslands í gær. Áætlað er að 36 þúsund Íslendingar reyki í dag; rúmlega tuttugu prósent þeirra sem hafa náð fullorðinsaldri. Kostnaður samfélagsins er áætlaður hátt í þrjátíu milljarðar króna á ári. Í upphafi ráðstefnunnar gerði hópur lækna grein fyrir því að öfugt við almannatrú snertu tóbaksreykingar allar sérgreinar læknisfræðinnar með einum eða öðrum hætti. Kristín Þorbjörnsdóttir heilsuhagfræðingur útskýrði að þegar kostnaður vegna reykinga væri reiknaður þyrfti að hyggja að mörgu. „Annars vegar er það kostnaður einstaklingsins sjálfs og hins vegar samfélagsins í heild. Þessi kostnaður liggur mjög víða og má nefna kostnað heilbrigðiskerfisins, eldsvoða, mengun, rusl, forvarnir og framleiðslutap vegna ótímabærra dauðsfalla og örorku.“ Breskar rannsóknir sýna að 5,5 prósent heilbrigðiskostnaðar þar í landi er vegna reykinga. Séu þær tölur settar í íslenskan búning var þessi kostnaður á sjöunda milljarð hér á landi árið 2007, að sögn Kristínar. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, fjallaði um reykingar sem fíkn. „Nikótínneysla er hegðun sem má fyrirbyggja og nikótínfíkn er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla.“ Valgerður sýndi fram á að reykingar væru stærsta fyrirbyggjanlega ástæða dauðsfalla í vestrænum heimi en mun fleiri falla frá vegna reykinga en vegna slysa, hvaða nafni sem þau nefnast. Valgerður varpaði því fram á þinginu að sjö prósent fullorðinna Íslendinga hefðu leitað sér aðstoðar á Vogi og ekki væri ofreiknað að önnur sjö prósent þyrftu á aðstoð að halda. Níu af hverjum tíu þeirra sem kæmu á Vog reyktu, eins og tölur frá stofnuninni sýndu. Á þessu sæist að nikótínfíkn og fíkn almennt væru náskyld. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra flutti ávarp á þinginu og minnti á að 400 Íslendingar létu lífið af völdum reykinga árlega. Líta mætti á þá staðreynd í ljósi þess fórnarkostnaðar sem samfélagið bæri af umferðarslysum en árlega deyja tuttugu til þrjátíu manns lífið í umferðarslysum á Íslandi. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira