Innlent

Fótbrotinn karlmaður og ófrísk kona staðin að innbroti

Atvikið átti sér stað í N1 verslun. Mynd/ Arnþór.
Atvikið átti sér stað í N1 verslun. Mynd/ Arnþór.
Fótbrotinn karlmaður og ófrísk kona, sem bæði voru undir áhrifum fíkniefna, voru staðin að verki við stórfelldan þjófnað í verslun N-1, við Hrísmýri á Selfossi í nótt, og kom til átaka við lögreglu á vettvangi.

Verslunin var áður hluti af Bílanausti og eru þar meðal annars seldir íhlutir og varahlutir í bíla og mótorhjól. Fólkið, sem er íslenskt og á þrítugsaldri, hafði safnað saman miklu þýfi í marga pappakassa og borið nokkra þeirra út að bíl sínum, þegar lögregla kom á vettvang og stöðvaði leikinn. Þau brugðust bæði illa við og kom til átaka á milli mannsins og lögrelgumanna, sem endaði með því að hann féll vöruhillur og skrámaðist.

Þau voru færð á lögreglustöðina og kallað á lækni til að búa um skrámur mannsins og meta ástand konunnar, sem komin er sex mánuði á leið. Þá kom í ljós að þau voru með 130 þúsund krónur á sér úr versluninni og við leit í tveimur bílum, sem þau hafa til umráða, fundust fíkniefni, en þau voru bæði undri áhrifum fíkniefna, þegar þau voru handtekin.

Andvirði þýfisins, sem þau voru búin að tína til i kassa, nemur rúmlega einni milljón króna, en auk þess höfðu þau tekið tölvur og skjái til handargagns. Þau hafa bæði komið við sögu lögreglu áður vegna afbrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×