Innlent

Brotist inn í MS og FÁ í nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í MS í nótt.
Brotist var inn í MS í nótt.
Brotist var inn í húsnæði tveggja framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um er að ræða Menntaskólann við Sund og Fjölbrautarskólann við Ármúla.

Gluggi var brotinn upp í húsnæði Menntaskólans við Sund þar sem aðstaða nemendafélags er. Þjófarnir fóru inn og tóku þaðan skjávarpa og þrjár fartölvur, að sögn Más Vilhjálmssonar rektors.

Þá var farið inn í húsnæði við Ármúla 10 sem FÁ hefur til leigu. Þjófarnir fóru upp stiga og spenntu upp glugga og fóru inn. Því næst brutu þeir niður skjávarpa og tóku niður tjald sem mynd skjávarpans er varpað á. Heilmiklar skemmdir voru unnar á húsnæðinu þegar skjávarpinn var rifinn niður og plötur í loftinu skemmdar.

„Þetta er mikið mál sem hefur kostað þjófana heilmiklar tilfæringar," segir Gísli Ragnarsson, skólameistari í Fjölbrauskólanum við Ármúla. Hann segir að strax verði farið í að gera við skemmdirnar á húsnæðinu og efla öryggiskerfið enn frekar.

Þá var brotist inn í bíla við Fífusel um sjöleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur ekki fyrir hversu miklu var stolið þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×