Fleiri fréttir

Frístundastrætó í Grafarvogi

Reykjavíkurborg hyggst freista þess að útrýma skutli foreldra með börn til og frá tómstundastöðum í Grafarvogi með því að fjölga strætóferðum síðdegis í samvinnu við frístundafélög hverfisins. Vonast er til að hægt verði spara foreldrum hátt í níutíuþúsund kílómetra akstur á viku.

Enn beðið eftir framsalsgögnum vegna Ramos

Smári Sigurðsson yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir að viðeigandi gögn vegna framsals á Brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi hafi ekki enn borist. Yfirvöld í Brasilíu hafa staðfest að þau muni krefjast framsals á Ramos en hann var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi hér á landi. Ramos mun losna úr haldi þann 11.september.

Flugvél nauðlenti á Kjalarnesi

Flugvél nauðlenti á túninu gegnt Grundarhverfi á Kjalarnesi nú um hálf tólf. Um litla flugvél var að ræða en flugmaðurinn tilkynnti að hann þyrfti að nauðlenda skömmu áður.

Forsetinn skrifaði undir lög um ríkisábyrgð í morgun

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands skrifaði í dag undir lög um ríkisábyrgð á Icesave samningana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetaembættinu. Um tíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til forsetans þess efnis að skrifa ekki undir lögin og vísa málinu þannig til þjóðarinnar. Forsetinn rökstyður ákvörðun sína hins vegar með því að vísa til þeirra fyrirvara sem settir voru við ríkisábyrgðina af hálfu Alþingis og þingmenn samþykktu með afgerandi hætti.

Ágúst Einarsson: Harmar hnífaárás á Bifröst

„Það er alltaf leiðinlegt þegar svona lagað gerist,“ segir Ágúst Einarsson rektor háskólans á Bifröst vegna hnífabardaga sem átti sér stað á skólalóðinni um klukkan fjögur í nótt. Maður skar annan mann í hendina. Sá slasaði var fluttur á slysadeild en reyndist ekki mikið meiddur.

Átök á Bifröst - eggvopni beitt

Karlmaður var handtekinn á Bifröst í Borgarfirði í nótt, eftir átök sem brutust þar út laust upp úr klukkan fjögur. Hinn handtekni beitti eggvopni og var þolandinn fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi þar sem gert var að sárum hans.

Lundastofninn kominn að fótum fram

Útlit með afkomu lundastofnsins í Vestmannaeyjum er jafnvel verra nú en í fyrra og virðist afkomubrestur blasa við enn eitt árið í röð.

Hver sjóður kaupi lítinn hlut í HS Orku

Útilokað er talið að lífeyrissjóðir vilji kaupa stóran hlut í HS Orku. Bankarnir eru taldir munu gegna lykilhlutverki í kaupum opinberra aðila á meirihluta í félaginu. Hlutur GGE, sem er 55 prósent, er metinn á rúmlega tuttugu milljarða.

Vildi skoða laxveiðina líka

Samkvæmt heimildum blaðsins átti einnig að taka í rannsókn efnahagsbrotadeildar önnur fríðindi sem kjörnir fulltrúar almennings nutu frá aðstandendum orkufyrirtækja, sérstaklega laxveiðiferð Hauks Leóssonar, stjórnarformanns OR, í ágúst 2007.

Efnahagsbrotadeild skoðar styrki til stjórnmálaflokka

Efnahagsbrotadeild rannsakar nú styrkveitingar opinberra fyrirtækja til stjórnmálaflokka fyrir alþingiskosningar 2007. Fjórir flokkar kunna að hafa brotið lög. Kjörnir fulltrúar buðu upp á grunsemdir.

Vildi skoða risastyrki FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins

Ríkissaksóknari ákvað í vor að taka ekki til formlegrar athugunar þrjátíu milljóna króna styrk FL Group til Sjálfstæðis­flokksins fyrir kosningarnar 2007, né rannsaka aðrar fyrirgreiðslur til háttsettra sjálfstæðis­manna í ljósi fyrirhugaðrar sölu REI til Geysis Green, sem var að hluta í eigu FL Group. Samkvæmt heimildum blaðsins þótti efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra ástæða til að vekja athygli Ríkissaksóknara á þessum hugsanlegu lögbrotum. Einnig vildi deildin, í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar, skoða hvernig styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins kynnu að hafa tengst Landsvirkjun Power, félagi Landsvirkjunar og Landsbanka. Bankinn styrkti flokkinn um alls þrjátíu milljónir króna.

Rannsóknarnefnd skoðar bankana

Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar, staðfesti Tryggvi Gunnarsson nefndarmaður í samtali við Fréttablaðið 11. apríl.

Stunduðu undirboð á sementi

Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hefur sent Viðskiptaráði, samtökum í atvinnulífinu og alþingismönnum bréf þar sem hann sakar keppinaut sinn, Aalborg Portland á Íslandi, um að hafa stundað undirboð á byggingamarkaði allt frá árinu 2000.

Skógar munu þekja allt láglendi Íslands

Allt láglendi Íslands mun verða undirlagt af sjálfsprottnum skógi vegna minni sauðfjárbeitar og hlýnandi loftslags. Þegar kominn fimm þúsund hektara birkiskógur á Skeiðarársandi, segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.

Skert þjónusta í hálfan mánuð

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir óánægju með að ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs falli niður dagana 6. til 22. september. Sæferðir, sem gera út Baldur, hafa leigt skipið út til að leysa af Vestmannaeyjaferjuna Herjólf sem fer í slipp umrædda daga. Þótt Baldur verði ekki í ferðum ætla Sæferðir að þjónusta

Áttu að fylgjast með skipum

Bretland Vorið 1944 töldu Þjóðverjar miklar líkur á því að Bandamenn myndu ráðast inn í Frakkland frá Íslandi, í því skyni að frelsa Frakkland undan hernámi nasista. Þetta kemur fram í skjölum, sem þjóðskjalasafnið í Bretlandi birti í gær. Í skjölunum segir frá ferð þriggja manna, Þjóðverjans Ernsts Fresenius og Íslendinganna Hjalta Björnssonar og Sigurðar Júlíussonar, sem nasistar sendu til Íslands til að kanna skipaferðir og herflutninga.

Bekkir of fáir fyrir göngufólk

Bekkir meðfram göngustígnum sem liggur með suðurströnd Reykjavíkur og áfram inn í Fossvogsdal eru of fáir, að sögn hverfisráðs Vesturbæjar, sem vill að bekkjunum verði fjölgað til muna.

Fjöruborð við Vík langt innan marka

„Fari saman stórstreymi, háflóð, hvassviðri og þung alda eru mannvirki fyrir hundruð milljóna í stórhættu,“ segir sveitarstjórn Mýrdalshrepps og kveðst hafa sýnt einstakt langlundargeð í að bíða eftir endurbótum á sjóvarnar­garði við Vík. Að sögn Mýrdælinga hefur sífellt brotið af landinu og fjöruborðið nálgast nú Vík. Opinberir aðilar gerðu áætlun um sjóvörn við Vík árið 1994.

Öllum sagt upp í Alþjóðahúsi

Öllum starfsmönnum Alþjóðahúss, fjórtán talsins, hefur verið sagt upp störfum frá og með áramótum. Ástæðan er tafir á afgreiðslu þjónustusamnings Reykjavíkurborgar við Alþjóðahúsið fyrir næsta ár. Fulltrúar Alþjóðahúss og Reykjavíkurborgar benda hvor á annan þegar spurt er um ástæður tafanna.

Lést eftir fall af fjórðu hæð

Karlmaður á fimmtugsaldri lést af áverkum sem hann hlaut eftir fall af fjórðu hæð fjölbýlishúss í Árbæjarhverfi á sjötta tímanum í dag. Slökkvilið og lögregla var með talsverðan viðbúnað þegar maðurinn var fluttur á slysadeild. Hann var úrskurðaður látinn við komuna þangað, að sögn vakthafandi læknis.

Mál Alþjóðahússins tekið fyrir í borgarráði á fimmtudag

„Borgin verður að ábyrgjast þjónustu við innflytjendur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hún óskaði eftir því á fundi borgarstjórnar sem lauk á ellefta tímanum í kvöld að mál Alþjóðahússins verði tekið fyrir í borgarráði næstkomandi fimmtudag. Hún segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafi orðið verið þeirri beiðni.

Dagur: Gengur ekki að selja lykilþætti á brunaútsölu

„Það gengur ekki að hlaupa til og selja þessa lykilþætti á brunaútsölu,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, um samkomulag Orkuveitu Reykjavíkur við Magma Energy um sölu á hlut Orkuveitunnar í HS orku. Hann gagnrýnir pukur í kringum samkomulagið. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarmaður Orkuveitunnar, segir að ekki sé verið að fela neitt fyrir borgarbúum.

Alþjóðahúsið hefur ekki uppfyllt samkomulag við borgina

„Það er mjög einkennilegt að þau skuli vera að ýja að það sé verið að segja upp 14 starfsmönnum af því að það vantar fimm milljónir af 20. Mér sýnist ekki vera mikill rekstrargrundvöllur fyrir Alþjóðahúsinu ef að það þarf að segja upp öllu starfsfólkinu þegar vantar fimm milljónir," segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi og formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu. Hún segir Alþjóðahúsið ekki hafa uppfyllt samkomulag við borgina.

Borgarbúar komi að mótun fjárhagsáætlunar

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu, borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, um að útfærðar verði leiðir til þátttöku borgarbúa við mótun fjárhagsáætlunar árið 2010.

Meirihluti landsmanna andvígur ríkisábyrgðinni

Meirihluti landsmanna er á móti ríkisábyrgð vegna Icesave sem Alþingi samþykkti síðastliðinn föstudag. 63% aðspurðra eru andvígir ríkisábyrgðinni en 24% prósent eru hlynnt. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Lífsýnabanki Íslenskrar erfðagreiningar ekki til sölu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið eigi ekki í viðræðum við aðila, innlenda eða erlenda, um sölu eða rekstur á lífsýnabanka fyrirtækisins. „Aldrei hefur staðið til eða verið rætt um að bankinn verði seldur öðrum,“ segir Kári.

Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi stjórnarflokkanna eykst meðal kjósenda en 49% styðja ríkisstjórnina sem er örlítið fleiri en þegar síðast var spurt. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Ríkisstjórnin bjóði erlenda fjárfesta velkomna

Landsvirkjun freistar þess nú að finna leiðir til að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það skipta gríðarlegu máli að ríkisstjórnin sendi þau skilaboð að erlendir fjárfestar séu velkomnir.

Tíundi hver kúabóndi í verulegum vanda

Um 10% kúabænda eru í verulegum vanda staddir vegna mikillar skuldsetningar. Aukin harka er hjá fjármögnunarfyrirtækjum að sækja tæki og vélar vegna gríðarlegra skulda.

Skattheimtan hamlar olíuleit á Drekanum

Skattarnir sem íslensk stjórnvöld ætla að heimta af olíuvinnslu á Drekasvæðinu virðast ætla að verða þröskuldur í vegi þess að olíuleit hefjist þar fyrir alvöru. Verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun segir að taka verði mjög alvarlega athugasemdir sem umsækjendur gerðu á fundi í gær.

Miklar skattahækkanir nauðsynlegar

Fjármálaráðherra segir óumflýjanlegt að grípa til mikilla skattahækkana til að brúa fjárlagagatið á næsta ári. Fjárlagagerðin er komin á fullt skrið, en ráðherra segir hana aldrei áður hafa verið jafn erfiða.

Öllu starfsfólki Alþjóðahússins sagt upp

Framtíð Alþjóðahúss er í uppnámi eftir að öllum starfsmönnum var sagt upp í gær. Fjarhagsstaðan er það slæm ekki náðist að greiða starfsmönnum laun nú um mánaðarmótin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Féll niður af fjórðu hæð

Karlmaður féll niður til jarðar af fjórðu hæð fjölbýlishúss í Árbæjarhverfi á sjötta tímanum í dag. Hann var fluttur með hraði á slysadeild og veitti lögregla sjúkrabifreið forgang. Tildrög slyssins eru óljós, að sögn lögreglu.

Fimm bíla árekstur á Miklubraut

Fimm bíla árekstur varð á Miklubraut, til móts við Stakkahlíð, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Búast má við einhverjum töfum vegna þessa. Ekki lítur út fyrir að slys hafi orðið á fólki en lögregla er mætt á staðinn.

Pólsku þjófarnir áfram í gæsluvarðhald

Hæstiréttur úrskurðaði í dag þrjá Pólverja í gæsluvarðhald til 4.september en þeir höfðu allir kært úrskurð héraðsdóms. Pólverjarnir eru taldir tilheyra skipulögðu gengi innbrotsþjófa sem grunað er um að hafa brotist inn á hundruð heimila síðustu vikur og mánuði. Lögreglan rannskar hvort þýfinu hafi verið smyglað úr landi.

Magma-samningur gerður opinber

Samningur Magma Energy við Orkuveitu Reykjavíkur var gerður opinber nú síðdegis. Fulltrúar Samfylkingar og VG í stjórn Orkuveitunnar óskuðu eftir því í gær að samningarnir yrðu gerðir opinber en sú tillaga var felld, að fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni. Í samningnum er ákvæði um trúnað við Magma.

Erlendir Vítisenglar bíða úrskurðar dómsmálaráðuneytis

Vítisenglar frá þremur löndum hafa kært Útlendingastofnun til dómsmálaráðuneytis fyrir að hindra för þeirra til Íslands í mars síðastliðnum. Alls bárust á annan tug kæra frá vítisenglum í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Samkvæmt Oddgeiri Einarssyni, lögfræðingi, þá var málið kært strax í mars.

Fimmti hver hefur þurft á sérstökum úrræðum að halda

Fimmti hver einstaklingur hefur þurft á sérstökum úrræðum að halda til að geta staðið skil á greiðslum vegna lána. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í júní og sagt er frá á heimasíðu sambandsins.

Gataði fermingarstúlku á almenningssalerni

Í tilkynningu frá lögreglunni er varað við netnotkun barna og rifjað upp mál sem kom inn á borð lögreglunnar í sumar. Þar komst stúlka á fermingaraldri í samband við mann í gegnum Netið og mæltu þau sér mót í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þau fóru síðan á almenningssalerni á staðnum en þar setti maðurinn lokk eða pinna í nafla stúlkunnar að hennar ósk. Nokkru síðar var kominn gröftur í naflann og þurfti stúlkan að leita til læknis og var fyrrnefndur hlutur fjarlægður úr naflanum.

Fóstureyðingum fjölgar

Á árinu 2008 voru skráðar 955 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi, sem er nokkuð meira en undanfarin ár (905 árið 2007). Þetta kemur fram á vef Landlæknis um fóstureyðingar á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir