Innlent

Frístundastrætó í Grafarvogi

Reykjavíkurborg hyggst freista þess að útrýma skutli foreldra með börn til og frá tómstundastöðum í Grafarvogi með því að fjölga strætóferðum síðdegis í samvinnu við frístundafélög hverfisins. Vonast er til að hægt verði spara foreldrum hátt í níutíuþúsund kílómetra akstur á viku.

Tvær hringleiðir eru í Grafarvogi sem ganga nú á klukkutímafresti og munu lítt nýttar af börnum hverfisins. Borgarstjórn samþykkti í gær einróma tillögu Samfylkingar um að undirbúa svokallaðan frístundastrætó í Grafarvogi í samráði við íþrótta- og tómstundafélög hverfisins.

Um fimm þúsund börn búa í Grafarvogi og talið er að foreldrar skutli þeim til og frá íþróttaæfingum, tónlistartímum og annari tómstundaiðkan fimmtán þúsund sinnum í viku hverri.

Fyrsta skrefið verður að fjölga ferðum milli tvö og átta síðdegis þannig að þessar leiðir gangi á hálftíma fresti og til vonast er til tómstundafélögin lagi stundaskrár sínar að einhverju leyti að strætóferðunum.

Þessi fjölgun ferða kostar Reykjavíkurborg 18 milljónir króna á ári - en hún gæti dregið úr þessum áætluðu fimmtán þúsund skutlferðum foreldra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×