Innlent

Flugvél nauðlenti á Kjalarnesi

Flugvél nauðlenti á túninu gegnt Grundarhverfi á Kjalarnesi nú um hálf tólf. Um litla flugvél var að ræða en flugmaðurinn tilkynnti að hann þyrfti að nauðlenda skömmu áður.

Lögreglan var því ræst út auk slökkviliðs- og sjúkrabíla. Flugvélin lenti hinsvegar á heilu og höldnu á túninu. Ekki var ljóst hversu margir voru í flugvélinni auk flugmanns. Þá voru ástæða nauðlendingarinnar ekki ljós heldur þegar rætt var við varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×