Innlent

Vildi skoða laxveiðina líka

Baugur
Baugur

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti einnig að taka í rannsókn efnahagsbrotadeildar önnur fríðindi sem kjörnir fulltrúar almennings nutu frá aðstandendum orkufyrirtækja, sérstaklega laxveiðiferð Hauks Leóssonar, stjórnarformanns OR, í ágúst 2007.

Björn Ingi Hrafnsson, Guðlaugur Þór og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson veiddu þá í Miðfjarðará, ásamt Stefáni Hilmarssyni, fjármálastjóra Baugs. Baugur, sem tengist jafnframt FL Group, var með ána á leigu og hafði boðið Hauki að veiða.

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar, segir um þetta: „Það er mjög óheppilegt að kjörnir fulltrúar bjóði upp á svona grunsemdir um störf sín, þó að í þessu tilfelli hafi ekki þótt næg ástæða af hendi Ríkissaksóknara til að hefja rannsókn sakamáls." - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×