Innlent

Meirihluti landsmanna andvígur ríkisábyrgðinni

Meirihluti landsmanna er á móti ríkisábyrgð vegna Icesave sem Alþingi samþykkti síðastliðinn föstudag. 63% aðspurðra eru andvígir ríkisábyrgðinni en 24% prósent eru hlynnt. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Sex af hverjum tíu kjósendum Samfylkingar eru hlynntir ábyrgðinni en tæplega helmingur kjósenda Vinstri Grænna.

27% aðspurðra höfðu kynnt sér samninginn vel, 42% höfðu kynnt sér hann illa. Þeir sem höfðu kynnt sér hann vel voru líklegri en hinir til að vera samningum hlynntir, að fram kom í frétt Ríkissjónvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×