Innlent

Magma-samningur gerður opinber

Samningur Magma Energy við Orkuveitu Reykjavíkur var gerður opinber nú síðdegis. Fulltrúar Samfylkingar og VG í stjórn Orkuveitunnar óskuðu eftir því í gær að samningarnir yrðu gerðir opinber en sú tillaga var felld, að fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni. Í samningnum er ákvæði um trúnað við Magma.

Fram kemur í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa OR, að að ósk meirihlutans í borgarstjórn var leitað eftir heimild hjá Magma Energy fyrir britingu samnings Orkuveitunnar við fyrirtækið sem fallist var á. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, tilkynnti um birtinguna við upphaf fundar í borgarstjórn í dag, þar sem samningarnir voru til umræðu.

Samninginn má finna á heimasíðu Orkuveitunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×