Skógar munu þekja allt láglendi Íslands 2. september 2009 04:45 Rétt ofan við byggðina í Árbæ og Norðlingaholti er mikið af sjálfsánum trjám eins og hér við Suðurlandsveg hjá Hólmsá. Fréttablaðið/Gva „Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira