Innlent

Lífsýnabanki Íslenskrar erfðagreiningar ekki til sölu

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. Mynd/GVA
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið eigi ekki í viðræðum við aðila, innlenda eða erlenda, um sölu eða rekstur á lífsýnabanka fyrirtækisins. „Aldrei hefur staðið til eða verið rætt um að bankinn verði seldur öðrum,“ segir Kári.

Samkvæmt grein í vikuritinu Science leitar deCODE, Íslensk erfðagreining, að kaupenda að lífsýnabanka sínum. Fram kemur í greininni að lífsýnabankinn hafi reynst fjársjóður í erfðarannsóknum en viðleitni deCODE til að búa til lyf úr þeirri rannsóknarvinnu hafi ekki reynst fjárhagsleg uppspretta fyrir félagið.

Kári vísar efni greinarinnar á bug. „Slíkt væri hvorki í samræmi við lög né hið upplýsta samþykki sem þátttakendur í rannsóknum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar hafa undirritað. Allar vangaveltur þess eðlis eru því úr lausu lofti gripnar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×