Innlent

Ágúst Einarsson: Harmar hnífaárás á Bifröst

Valur Grettisson skrifar
Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, þykir uppákoman leiðinleg.
Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, þykir uppákoman leiðinleg.

„Það er alltaf leiðinlegt þegar svona lagað gerist," segir Ágúst Einarsson rektor háskólans á Bifröst vegna hnífabardaga sem átti sér stað á skólalóðinni um klukkan fjögur í nótt. Maður skar annan með hníf í fingur. Sá slasaði var fluttur á slysadeild en reyndist ekki mikið meiddur.

Skólayfirvöld hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um málið og er beðið eftir þeim að sögn Ágústs. Aðspurður hvort málið sé komið í einhverskonar farveg hjá skólayfirvöldum segir hann of snemmt að gera það þar sem þeir hafi ekki einu sinni upplýsingar um það hverjir hafi verið að verki, eða hvort um utanaðkomandi einstaklinga sé að ræða.

Ágúst bendir að svona lagað geti alltaf komið upp. Þá skiptir engu hvort um háskólasvæði sé að ræða eða miðborg Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Átök á Bifröst - eggvopni beitt

Karlmaður var handtekinn á Bifröst í Borgarfirði í nótt, eftir átök sem brutust þar út laust upp úr klukkan fjögur. Hinn handtekni beitti eggvopni og var þolandinn fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi þar sem gert var að sárum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×