Segir Bankasýsluna auka kostnað án ávinnings 2. september 2009 06:00 Erlendur Magnússon segist ætla að ljúka sínum skyldum sem bankaráðsmaður í Landsbankanum en býst ekki við að sækjast eftir endurkjöri þegar kosið verður í nýja stjórn. Erlendur Magnússon, sem situr í bankaráði Landsbankans, býst ekki við að sækjast eftir endurkjöri í bankaráðið eftir að Bankasýsla ríkisins tekur til starfa. „Það er afskaplega óljóst hver verkaskiptingin verður milli bankaráðsins annars vegar, það er stjórnar fyrirtækisins, og Bankasýslunnar hins vegar. Ég tel að þetta sé óþarfa millilag og að hlutverk bankaráðsmanna verði óskýrt. Þess vegna hef ég sagt að ég muni ekki sækjast eftir áframhaldandi setu þegar Bankasýslan tekur til starfa og kosið verður á ný í bankaráðið." Erlendur segir bankaráð Landsbankans hafa gefið umsögn á Bankasýslu ríkisins þegar málið var til umfjöllunar á Alþingi. Bankaráðið hafi talið bankasýsluna auka kostnað án þess að ávinningurinn væri mikill. „Hlutverk stjórnar í lögum um fyrirtæki er mjög skýrt. Það er þeirra að móta stefnu fyrirtækjanna og hafa eftirlitshlutverk með því að stjórnendur framfylgi stefnunni," segir Erlendur. „Eigendur þurfa að sjálfsögðu að hafa skýra sýn en ég sé ekki alveg tilganginn í því að setja upp heila stofnun sem á að móta eigendasýn og starfrækja hana með starfsfólki á fullum launum. Allra síst nú þegar verið er að skera niður í málaflokkum eins og mennta-, heilbrigðis- og lögreglumálum. Þá finnst mér viðbótaryfirbygging vera ansi undarleg." Bankasýslu ríkisins er ætlað að starfa í fimm ár. Að þeim tíma loknum verður stofnunin lögð niður. Gert er ráð fyrir að yfir stofnuninni verði þriggja manna stjórn og að hún ráði forstjóra. Gert er ráð fyrir að árleg útgjöld hennar verði 70-80 milljónir króna sem greiðist úr ríkissjóði. - kh Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Erlendur Magnússon, sem situr í bankaráði Landsbankans, býst ekki við að sækjast eftir endurkjöri í bankaráðið eftir að Bankasýsla ríkisins tekur til starfa. „Það er afskaplega óljóst hver verkaskiptingin verður milli bankaráðsins annars vegar, það er stjórnar fyrirtækisins, og Bankasýslunnar hins vegar. Ég tel að þetta sé óþarfa millilag og að hlutverk bankaráðsmanna verði óskýrt. Þess vegna hef ég sagt að ég muni ekki sækjast eftir áframhaldandi setu þegar Bankasýslan tekur til starfa og kosið verður á ný í bankaráðið." Erlendur segir bankaráð Landsbankans hafa gefið umsögn á Bankasýslu ríkisins þegar málið var til umfjöllunar á Alþingi. Bankaráðið hafi talið bankasýsluna auka kostnað án þess að ávinningurinn væri mikill. „Hlutverk stjórnar í lögum um fyrirtæki er mjög skýrt. Það er þeirra að móta stefnu fyrirtækjanna og hafa eftirlitshlutverk með því að stjórnendur framfylgi stefnunni," segir Erlendur. „Eigendur þurfa að sjálfsögðu að hafa skýra sýn en ég sé ekki alveg tilganginn í því að setja upp heila stofnun sem á að móta eigendasýn og starfrækja hana með starfsfólki á fullum launum. Allra síst nú þegar verið er að skera niður í málaflokkum eins og mennta-, heilbrigðis- og lögreglumálum. Þá finnst mér viðbótaryfirbygging vera ansi undarleg." Bankasýslu ríkisins er ætlað að starfa í fimm ár. Að þeim tíma loknum verður stofnunin lögð niður. Gert er ráð fyrir að yfir stofnuninni verði þriggja manna stjórn og að hún ráði forstjóra. Gert er ráð fyrir að árleg útgjöld hennar verði 70-80 milljónir króna sem greiðist úr ríkissjóði. - kh
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira