Innlent

Lést eftir fall af fjórðu hæð

Karlmaður á fimmtugsaldri lést af áverkum sem hann hlaut eftir fall af fjórðu hæð fjölbýlishúss í Árbæjarhverfi á sjötta tímanum í dag. Slökkvilið og lögregla var með talsverðan viðbúnað þegar maðurinn var fluttur á slysadeild. Hann var úrskurðaður látinn við komuna þangað, að sögn vakthafandi læknis.

Varðstjóri hjá lögreglunni segir að svo virðist sem að um vinnuslys hafi verið að ræða. Lögregla rannsóknar nú málið en fulltrúi Vinnueftirlitsins kom á slysstaðinn í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×