Innlent

Skert þjónusta í hálfan mánuð

Breiðafjarðarferjan siglir til Vestmannaeyja í afleysingum í hálfan mánuð.
Breiðafjarðarferjan siglir til Vestmannaeyja í afleysingum í hálfan mánuð.

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir óánægju með að ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs falli niður dagana 6. til 22. september.

Sæferðir, sem gera út Baldur, hafa leigt skipið út til að leysa af Vestmannaeyjaferjuna Herjólf sem fer í slipp umrædda daga. Þótt Baldur verði ekki í ferðum ætla Sæferðir að þjónusta

Breiðafjarðarsvæðið með farþegaferjunni Særúnu. Það skip tekur hins vegar ekki bíla og getur ekki annað þungaflutningum eins og Baldur. Fram kemur á heimasíðu Sæferða að kostnaður við að leigja ferju í stað Herjólfs frá útlöndum væri margfaldur miðað við að láta Baldur leysa hann af. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×