Innlent

Bekkir of fáir fyrir göngufólk

Bekkir meðfram göngustígnum sem liggur með suðurströnd Reykjavíkur og áfram inn í Fossvogsdal eru of fáir, að sögn hverfisráðs Vesturbæjar, sem vill að bekkjunum verði fjölgað til muna.

„Á ferðum okkar um stíginn rekumst við oft á eldri borgara sem sitja á þeim örfáu bekkjum sem nú þegar eru á leiðinni og hefur okkur oftsinnis verið tjáð að gott væri að geta gengið lengra, en of strjált sé á milli bekkja til að mögulegt sé að hvílast reglulega. Einnig er margt fólk með ung börn sem gæti vel nýtt sér fjölgun bekkja til að setjast niður með nesti eða hreinlega til að njóta fagurs útsýnis," útskýrir hverfisráðið. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×