Innlent

Yfirmaður afgönsku leyniþjónustunnar á meðal fallinna

Abdullah Laghmani, einn æðsti yfirmaður afgönsku leyniþjónustunnar, er meðal minnst tuttugu og þriggja sem féllu í sjálfsvígssprengjuárás Talíbana í bænum Mehtar Lam í austurhluta Afganistans í morgun.

Laghmani mun hafa verið skotmarkið Talíbana í árásinni en hann mun hafa barist af hörku gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar birtu rétt fyrir árásina skýrslu um að töluvert hefði dregið úr ópíumrækt í Afganistan, meðal annars vegna aðgerða afganskra leyniþjónustuyfirvalda.

Sala á ópíum hefur verið ein helsta fjáröflunarleið Talíbana og vígahópa í Afganistan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×