Innlent

Átök á Bifröst - eggvopni beitt

Karlmaður var handtekinn á Bifröst í Borgarfirði í nótt, eftir átök sem brutust þar út laust upp úr klukkan fjögur. Hinn handtekni beitti eggvopni og var þolandinn fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi þar sem gert var að sárum hans. Hann er ekki alvarlega meiddur. Málið er í frumrannsókn og eru nánari málsatvik óljós að svo stöddu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×