Fleiri fréttir

Þrír heiðraðir sem kyndilberar friðar

Friðarhlaupinu lauk við Tjörnina í Reykjavík í gær eftir að hlaupinn var hringurinn í kringum landið. Stelpur úr 3. flokki í knattspyrnu í Val hlupu með friðarkyndilinn að Tjörninni og þar tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, við kyndlinum.

Stöðnun og óvissa

„Nú tekur við stöðnunar- og óvissutímabil í búskap og landbúnaði á meðan ekki er ljóst hvað kemur út úr þessu,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna.

Heim frá Asíu á mótorhjóli

„Þetta er algjör lúxus. Í fyrsta skipti í meira en þrjá mánuði þurfum við ekki að sofa í sama herbergi,“ segir Ingólfur Kolbeinsson sem ásamt Viggó Má Jensen er nú í Frakklandi og á endaspretti mótorhjólaferðar frá Taílandi til Íslands.

Framkvæmdir hefjast í lok árs

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við kísilverksmiðju í Helguvík í nóvember á þessu ári. Þetta segir Magnús Garðarsson sem er framkvæmdastjóri Tomahawk Development sem stendur fyrir byggingu verksmiðjunnar.

þjóðaratkvæði ekki bindandi

Tillögu Sjálfstæðismanna um að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-samninginn yrði bindandi var hafnað í gær. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður því ráðgefandi. En hver er munurinn á bindandi og ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu?

Óskað eftir stuðningi Seðlabanka Evrópu

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir líklegt að gengið verði til viðræðna við Seðlabanka Evrópu í haust um stuðning í gjaldeyrismálum. Þær viðræður þurfi ekki að tengjast umsóknar-ferlinu að Evrópusambandinu beint, en geti farið fram samhliða þeim. Gylfi segir vel þess virði að sækjast nokkuð fast eftir stuðningnum.

Ekki virkjað nema annað bregðist

Landsvirkjun hyggst bora þrjár rannsóknarborholur við Gjástykki í Þingeyjarsveit. Umhverfis-áhrif vegna framkvæmdanna eru talin óveruleg, samkvæmt frummatsskýrslu Mannvits verkfræðistofu.

Óbreytt gengi

Lítið gerðist á mörkuðum í gær eftir að Alþingi samþykkti að senda inn aðildarumsókn til Evrópusambandsins að sögn Jóns Bjarka Bentssonar hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka.

Breytingatillagan til bóta

„Ég sat hjá vegna þess að mér þótti breytingatillagan heldur til bóta og því vildi ég ekki kjósa gegn henni þótt ég styddi ekki þingsályktunartillöguna,“ segir Margrét Tryggvadóttir þingkona Borgarahreyfingarinnar.

Mikilvægum áfanga náð

„Alþýðusambandið hefur talað fyrir mikilvægi þess að stíga þetta skref í allan vetur," segir Gylfi Arinbjörnsson forseti ASÍ.

Verðmerkingum ábótavant

Neytendastofa kannaði í mars og apríl síðastliðnum ástand verðmerkinga í 515 sérvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Neytendastofu segir að verðmerkingum í sýningargluggum verslana á Laugaveginum hafi verið verulega ábótavant og hafi versnað frá síðustu könnun.

Alveg tilgangslaus för

„Það sem snýr að sjávarútvegsmálum í þingsályktunartillögunni og er sett þar fram er að mínu mati allt of veikt,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Óskað eftir vitnum af umferðaróhappi

Umferðaróhapp varð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á níunda tímanum í kvöld. Bifhjól og bifreið, sem ekið var norður Kringlumýrarbraut, rákust saman með þeim afleiðingum að bifhjólið hafnaði á vegriði og skemmdist töluvert en engin slys urðu á fólki.

Lengri frestur gefinn til að endurfjármagna bankanna

Lengri frestur hefur verið gefinn til þess að endurfjármagna bankanna en ríkið hefur átt í sleitulausum samningaviðræðum við kröfuhafa undanfarna daga og vikur samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Sýknuð fyrir að reyna að myrða fatlaðann eiginmann

Tæplega fertug kona var sýknuð í Englandi fyrir að reyna að myrða fatlaðan eiginmann sinn sem er tíu árum eldri en hún. Konan, sem heitir Tracey Roffey, var sökuð um að hafa kæft manninn sinn með kodda í hálfa mínútu í þeim tilgangi að myrða hann.

Dalabyggð skýtur föstum skotum á samgönguráðherra

Byggðarráð Dalabyggðar lýsir yfir undrun sinni og vonbrigðum með þá ákvörðun samgönguyfirvalda að fresta framkvæmdum við uppbyggingu vegs um Laxárdal en ályktun þess eðlsi var samþykkt í dag hjá byggðarráði Dalabyggðar samkvæmt Grími Atlasyni sveitastjóra þess.

Íkveikja við Valhöll

Lögreglan var kölluð út nú fyrir stundu vegna íkveikju við Valhöll, vígi Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut.

Icesave-samninganefnd sökuð um alvarleg mistök

Íslenska Icesave-samninganefndin er sögð hafa gert afdrifarík mistök. Með því að samþykkja að skipta eignum Landsbankans jafnt með Hollendingum og Bretum aukast byrðar vegna Icesave um 300 milljarða.

Þorsteinn Pálsson: Ríkisstjórnin er efnislega klofin

Fyrrverandi forsætisráðherrann og ritstjóri Fréttablaðsins, Þorsteinn Pálsson, sagði í Kastljósi fyrir stundu að ríkisstjórnin væri efnislega klofin eftir átök um frumvarp um aðildarviðræður við ESB. Hann sagði niðurstöðuna hinsvegar ánægjulega og taldi atkvæðin sem féllu á þingi ekki sýna raunsanna mynd af stuðningi eða andstöðu við aðild að Evrópubandalaginu.

Sektaður fyrir símamas

Þrír ökumenn bifreiða voru stöðvaðir á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs í dag. Hraði þeirra mældist mest 126 kílómetra á klukkustund.

Bótasvikahnappur gegn svikurum

Tryggingastsofnun leitar nú til almennings eftir uplýsingum um bótasvik einstaklinga, sem fólk kann að verða áskynja um, og heitir því að fara með allar ábendingar sem trúnaðarmál.

Sótt um á allra næstu dögum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ákvörðun Alþingis um að sækja um aðild að Evrópusambandinu vera sögulega. Atkvæðagreiðslan í þinginu í dag sé líklega ein sú ánægjulegasta sem hún hafi tekið þátt í vegna þess að hún hafi mikla þýðingu fyrir Ísland.

Grýtti vískípela í tjaldvörð

21 árs karlmaður var í dag dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í 60 daga fyrir að kasta viskípela í síðu á tjaldverði þann 18. júlí 2008. Atvikið átti sér stað á tjaldstæðinu í Þrastarlundi og hafði þær afleiðingar að tjaldvörðurinn hlaut ílangan marblett vinstra megin á brjóstkassa aftanverðum, rétt neðan herðablaðs, bólgu þar undir og þreifieymsli.

Vonar að sumarþingi ljúki í næstu viku

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast til þess að hægt verði að ljúka sumarþingi undir lok næstu viku. Enn eru nokkur mál sem eftir á að afgreiða og er Icesave samkomulagið líklegast þeirra stærst.

Orkusjóður úthlutar styrkjum fyrir 158 milljónir

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrki úr Orkusjóði til rannsókar- og kynningarverkefna fyrir árið 2009. Alls er um 13 styrki að ræða fyrir rúmar 158 milljónir króna. Styrkirnir eru veittir verkefnum sem beinast að nýtingu innlendra orkugjafa og hagkvæmri orkunotkun.

Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði

Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum.

Þurfum hagstæðan samning fyrir sjávarútveg og landbúnað

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú þegar búið er að samþykkja að fara í aðildarviðræður við ESB sé markmiðið að ná sem hagstæðustum samningum. „Þarna er ég einkum að hugsa um sjávarútveginn og landbúnaðinn,“ segir Vilhjálmur.

Mikilvægt skref fyrir endurreisn Íslands

„Ég tel að þetta sé afar mikilvægt skref í endurreisn Íslands en jafnframt líka fyrir okkar pólitísku stöðu, segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands um þá ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Steingrímur Hermannsson vonar að þjóðin hafni aðild

„Ég bind ennþá vonir við það að þjóðin hafni því sem út úr þessu kann að koma," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnarmaður í Heimssýn, um samþykkt ESB þingsályktunartillögunar á Alþingi í dag. Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 27 að fara í aðildarviðræður.

Evrópusinnar bíði með að fagna

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópuseturs Háskólans á Bifröst, segir samþykkt Alþingis að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið vera mjög merkilega niðurstöðu. Langur og grýttur vegur sé hinsvegar framundan.

Ísland sækir um aðild að ESB

Íslendingar munu sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í dag. Alls 33 þingmenn greiddu tillögunni atkvæði sitt, en 27 greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Guðfríður Lilja situr hjá

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sat hjá í atkvæða greiðslu um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. Búist var við því að hún myndi greiða atkvæði gegn tillögunni.

Varaformaður Framsóknar vill í aðildarviðræður

Birkir Jón Jónsson, varamaður Framsóknarflokksins, greiddi atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. Hann sagði það brýnt að í þessu máli greiddi hver þingmaður atkvæði samkvæmt sinni eign sannfæringu.

Þorgerður situr hjá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sat hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. Hún sagðist vilja í aðildarviðræður en ekki án þess að gera það í fullri sátt við þjóðina.

Ragnheiður sagði já við tillögu um aðildarumsókn að ESB

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með tillögu um aðildarumsókn að ESB rétt í þessu. Hingað til er Ragnheiður fyrst sjálfsstæðismanna á þingi til að greiða atkvæði með tillögunni.

Ríkisendurskoðun fær bókhald flokkanna til skoðunar

Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa ásamt Borgarahreyfingunni undirritað samkomulag um að Ríkisendurskoðun verði falið, með sérstakri lagaheimild, að veita viðtöku og birta upplýsingar um öll bein fjárframlög til þeirra sem og önnur framlög sem metin eru að fjárhæð 200.000 kr. eða meira á árunum 2002 til 2006 að báðum árum meðtöldum.

Alþingi hafnaði tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu

Alþingi felldi breytingatillögu Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 30 þingmenn greiddu tillögunni atkvæði sitt en 32 þingmenn greiddu atkvæði á móti.

Atkvæðagreiðsla um ESB umsókn hafin

Atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að Evrópusambandinu hófst á slaginu tólf á hádegi. Það gæti þó liðið smá tími þar til að niðurstaða verður ljós því þingmenn flykkjast nú í pontu til að gera ahugasemdir við atkvæðagreiðsluna.

Tryggingastofnun: Bendið okkur á bótasvik

Hægra megin á vefsíðu Tryggingastofnunar hefur verið komið fyrir hnappi sem leiðir að ábendingaformi fyrir meint bótasvik úr almannatryggingakerfinu, að því er kemur fram í tilkynningu.

Gerir athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar

„Það er mikilvægt að umræða og mikilvægar ákvarðanir byggi á réttum upplýsingum," segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands vegna skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif af inngöngu í ESB á

ESB atkvæðagreiðsla: Spennan eins og í kappleik

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Magnús Orri Schram, nýir þingmenn Samfylkingarinnar, sammælast um að mikil spenna sé í Alþingishúsinu nú, en greidd verða atkvæði um aðildarumsókn að ESB upp úr hádegi í dag.

Þingmenn reiðubúnir til að taka ákvörðun um ESB umsókn

„Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar klukkan tíu. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu.

Sjá næstu 50 fréttir