Innlent

Mikilvægt skref fyrir endurreisn Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi fagnar niðurstöðu Alþingis í dag. Mynd/ GVA.
Gylfi fagnar niðurstöðu Alþingis í dag. Mynd/ GVA.
„Ég tel að þetta sé afar mikilvægt skref í endurreisn Íslands en jafnframt líka fyrir okkar pólitísku stöðu, segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands um þá ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

„Það er nokkuð ljóst að ASÍ hefur talað fyrir því í allan vetur, að það væri eina færa leiðin, að ríkisstjórnin sækti um aðild að Evrópusambandinu og færi aðildarviðræður og léti á það reyna hvað okkur stæði til boða sem þjóð," segir Gylfi. Niðurstaða slíkrar viðræðna yrði síðan borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gylfi sagðist því fagna því að þessi ákvörðun Alþingis lægi fyrir.

Gylfi sagði allar ákvarðanir um það hvernig Íslendingar vildu hafa framtíðarsýn sína væru mikilvægar og nefndi peningastefnu sem dæmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×