Fleiri fréttir

Bjóða upp á kanósiglingu á Tjörninni

Landnemar, þróunar­hópur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur, munu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum út júlí bjóða fólki upp á að sigla á kanóum um Reykjavíkurtjörn.

Segir samþykkt Icesave munu minnka atvinnuleysi

Ríkissjóður stendur vel undir þeim skuldbindingum sem Icesave-samningurinn leggur á herðar þjóðinni. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabanka Íslands um málið. Seðlabankastjóri, Svein Harald Øygard, segir að verði Icesave samþykkt verði minna atvinnuleysi að ári og staða fyrirtækjanna betri. Það að fella samninginn komi Íslendingum ekki undan því að borga.

Um 150 mál bíða afgreiðslu

„Nú erum við að sigla inn í sumarleyfatímabil. Þá hægist á starfseminni, eins og hjá öðrum fyrirtækjum og því gæti afgreiðsla umsókna tekið um fjórar til fimm vikur,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, spurð hversu langan tíma það taki að afgreiða umsóknir hjá þeim.

Neikvæðir vextir eru í Svíþjóð

Innlán fjármálastofnana hjá seðlabanka Svíþjóðar bera nú neikvæða vexti. Vextirnir eru -0,25 prósent. Fjármálastofnanir þurfa því í raun að greiða fyrir að geyma innstæður sínar í Seðlabanka Svíþjóðar.

Sala á húsgögnum hrynur

„Það hefur verið verulegur samdráttur í varanlegum neysluvörum að undanförnu,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Hreindýraveiðin hófst í gær

Hreindýraveiðitímabilið hófst í gær, en mikil aðsókn hefur verið í veiðileyfin. Sami fjöldi leyfa var gefinn út í ár og í fyrra, 1.333 talsins. Þó er breyting á þeim svæðum sem heimilt er að skjóta dýrin á.

Sölunni á HS orku er lokið

Bæjarstjórn Reykjanes­bæjar hefur samþykkt að kaupa 32 prósenta hlut Geysis Green Energy (GGE) í HS veitum og þar með á Reykjanesbær 66,75 prósent í fyrirtækinu. Kaupverðið er 4,3 milljarðar króna. Auk þess var samþykkt að selja GGE 34 prósenta hlut Reykjanesbæjar í HS orku fyrir 13,1 milljarð króna. Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki í vetur, HS veitur og HS orku. HS veitur annast dreifingu á rafmagni, hita og ferskvatni. HS orka annast orkuframleiðslu og raforkusölu.

Ráðuneyti rannsaki ásakanir um einelti

„Ásökun starfsmanns um að forstöðumaður opinberrar stofnunar beiti sig einelti eða bregðist ekki við einelti annarra starfsmanna, á almennt séð að gefa ráðherra tilefni til að kanna með sjálfstæðum hætti hvort grundvöllur sé fyrir slíkri ásökun,“ segir í áliti umboðsmanns Alþingis.

Gefendur ráða hvort framlög eru upplýst

Ef gefendur fjár til stjórnmálaflokka á árunum 2002 til 2006 vilja ekki að nöfn þeirra verði opinberuð verður slíkt ekki gert. Þetta kemur fram í nýjustu drögunum að frumvarpi um fjármál stjórnmálasamtaka.

Selja íbúðabréf í ríkiseigu

Seðlabankinn hélt í gær útboð á hluta þeirra íbúðabréfa sem lögð voru fram til tryggingar verðbréfalánum og ríkissjóður yfirtók síðastliðinn vetur. Alls bárust tilboð að fjárhæð 4.790 milljónir króna í hinn nýja flokk og var meðalávöxtunarkrafa bréfanna 3,89 prósent.

Nýtt fiskabúr í anddyri Vesturbæjarlaugar

Söfnun fyrir nýju fiskabúri í Vesturbæjarlaug hófst í síðustu viku en stórt og mikið fiskabúr var í anddyri laugarinnar til ársins 1985. Félagið Mímir – vináttufélag Vesturbæjar stendur fyrir söfnuninni.

Fimm fengu styrk

Fimm Íslendingar hlutu í ár styrk til framhaldsnáms í Bandaríkjunum frá Fulbright-stofnuninni á Íslandi. Námsmennirnir halda utan nú í sumarlok.

Nýskráningar ökutækja sjöfalt færri en árið 2006

Nýskráningar innfluttra ökutækja, notaðra og nýrra, er tæplega sjöfalt minni fyrstu sex mánuði ársins 2009 en á sama tíma árið 2006. Árið 2009 hafa nýskráningar verið 2.819 fram til júlí en á sama tímabili voru þær 18.276 árið 2006. Þetta er um 85 prósenta minnkun. Frá bankahruni hafa þær verið um þrjú þúsund. Í hugtakinu ökutæki eru öll skráð ökutæki, allt frá vélsleðum til vörubíla.

Bresk sveitar­félög fá greitt

Samið hefur verið um að greiða fyrsta hluta innstæðna til breskra sveitarfélaga úr þrotabúi Kaupþings, Singer & Friedlander í lok þessa mánaðar. Greiðslan mun nema um 17,3 milljónum punda. Talið er að innstæður sveitarfélaga í Kaupþing, Singer & Friedlander hafi numið um einni billjón punda frá um 140 aðilum.

Andrea II á leiðinni til hafnar

Hvalaskoðunarbáturinn Andrea II er kominn á flot og er á leiðinni til hafnar samkvæmt lögreglunni. Báturinn strandaði í dag á sandbotni og sat skipið fast.

Íslenskur vísindamaður í Nature

Nature, eitt virtasta tímarit heims, birti í vikunni grein eftir Sigríði Rut Franzdóttur, vísindamann við læknadeild Háskóla Íslands þar sem fjallað er um rannsóknir hennar á taugaþroskun samvkæmt tilkynningu frá skólanum.

Afstaða Borgarahreyfingarinnar til aðildarviðræða enn óráðin

Afstaða Borgarahreyfingarinnar er enn óráðin þrátt fyrir að þrír þingmenn hreyfingarinnar hafi gefið út þá hótun í dag að þau myndu ekki kjósa með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður að ESB heldur með breytingatillögu minnihlutans um tvöfalda atkvæðagreiðslu.

Þorgerður Katrín: ESB er tilfinningamál

„Tilfinningarnar munu skipta okkur máli ef farið verði út í aðildarviðræður. Þetta er tilfinningamál og við verðum að hlusta á tilfinningarök," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins á þingi nú fyrir stundu.

Sjö með Svínaflensu á Íslandi

Svínaflensutilfelli hér á landi eru nú orðin sjö. Aðstandandi eins úr hópi þeirra sem smitast hefur, undrast hve litlar upplýsingar komi frá heilbrigðisyfirvöldum.

Fóðurverksmiðja rís á Grundartanga

Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Þær fóðurverksmiðjur sem hafa þjónað Íslendingum fram að þessu eru komnar til ára sinna og því metnaðarmál að svara kröfum nýrra tíma um aukna nákvæmni, gæði og öflugri sóttvarnir segir í tilkynningu Líflands. Ljóst er að ný tækni gjörbyltir allri aðstöðu til fóðurframleiðslu og er grunnur því að Lífland geti af öryggi þjónað íslenskum landbúnaði í framtíðinni.

Flest umferðaróhöpp á Miklubraut

Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í fyrra urðu á Miklabrautinni, en þar urðu rúmlega 500 tjón og 110 manns slösuðust.

Eftirlit með ökutækjum aukið

Á föstudag verður eftirlit með ökutækjum aukið, þar sem lögreglan, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Umferðarstofa og Vegagerðin taka höndum saman við að kanna ástand eftirvagna og tengitækja á vegum landsins samkvæmt tilkynningu frá Umferðarstofu.

Bátur strandaði í Kollafirði

Björgunarbátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kom fólki, á farþegabáti við Lundey í Kollafirði, til bjargar á fjórða tímanum í dag þegar farþegabáturinn strandaði. Tíu manns voru um borð en þeim var hjálpað í land og sakaði þá ekki, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þess er nú beðið að hægt verði að koma bátnum á flot aftur.

Aukið umferðareftirlit á föstudaginn

Eftirlit með ökutækjum verður aukið á föstudaginn, þegar lögreglan, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Umferðarstofa og Vegagerðin taka höndum saman við að kanna ástand eftirvagna og tengitækja á vegum landsins.

Búið að kynna landbúnaðarskýrslu

Búið er að kynna skýrslu um stöðu landbúnaðarins við inngöngu í Evrópusambandsins fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, en það var gert á fundi nefndarinnar eftir hádegi. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður

Fórnarlamb svínaflensu: „Eins og hver önnur flensa“

„Þetta var bara eins og hver önnur flensa,“ segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldist í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið.

Tvísýnt um ESB atkvæðagreiðsluna

Atkvæðagreiðslan um tillögu ríkisstjórnarinnar að ESB verður tvísýn, að mati Skúla Helgasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Skúli vonast til að málinu ljúki í þinginu í dag. „Þetta er eitthvað það besta sem við getum gert til að gefa þjóðinni einhverja framtíðarsýn. Ég hef ennþá það mikla trú á kollegum mínum hér í þinginu að ég vona að menn hafi hagsmuni heildarinnar í huga þegar þeir greiða atkvæði," segir Skúli sem býst við viðburðarríkum degi í þinginu.

1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur.

Mótmæla forgangsröðun í fyrirhuguðum vegaframkvæmdum

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar mótmælti á fundi sínum í gær áherslum og forgangsröðun verkefna sem fram koma í tillögum að niðurskurði á framkvæmdafé Vegagerðar ríkisins fyrir árið 2009.

Fékk sjokk þegar bæturnar skiluðu sér ekki

„Að stöðva svona greiðslu án neins fyrirvara er náttúrulega fáránlegt. Þú getur ímyndað þér sjokkið sem maður fær," segir Linda Magnúsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem þiggur atvinnuleysisbætur.

Papeyjarsmygl: Götuverðmæti rúmlega hálfur milljarður

Götuverðmæti fíkniefnanna sem komu til landsins með skútunni Sirtaki í apríl síðastliðnum er rúmlega hálfur milljarður króna, samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ sem var gerð um svipað leyti og fíkniefnin voru haldlögð. Mest verðmæti voru fólgin í amfetamíni sendingarinnar en það er metið á tæpar þrjúhundruð milljónir króna. Lögregla telur kaupverð efnanna erlendis vera 34 milljónir króna.

Segja Borgarahreyfinguna hafa óbreytta afstöðu til ESB

Borgarahreyfingin er enn þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu nema að undangengnum aðildarviðræðum, líkt og stefna hreyfingarinnar var í aðdraganda kosninga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem framkvæmdastjóri hreyfingarinnar sendi fjölmiðlum í morgun.

Sló tæp tíu klukknahljóð á flokkssystur sína

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sýndi enn fylgni við rétt fundarsköp í dag þegar hún notaði þingklukkuna tæplega tíu sinnum á flokksystur sína, Ólínu Þorvarðardóttur, undir umræðum um fundarstjórn forseta.

Sjá næstu 50 fréttir