Innlent

Steingrímur Hermannsson vonar að þjóðin hafni aðild

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur Hermannsson vonar að samningurinn um ESB verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mynd/ Pjetur.
Steingrímur Hermannsson vonar að samningurinn um ESB verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mynd/ Pjetur.
„Ég bind ennþá vonir við það að þjóðin hafni því sem út úr þessu kann að koma," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnarmaður í Heimssýn, um samþykkt ESB þingsályktunartillögunar á Alþingi í dag. Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 27 að fara í aðildarviðræður.

„Ég er mjög mikill andstæðingur aðildar að ESB," segir Steingrímur og bætir því við að slík aðild henti okkur ekki þrátt fyrir að hún geti hentað öðrum þjóðum á meginlandi Evrópu. „Þar sem þú getur varla farið út fyrir dyrnar án þess að fara yfir landamærin," segir Steingrímur. Hann segist vera hræddur um að þeir sem stjórni Íslandi kaupi það næstum því hvaða verði sem er að komast inn.

„Mér finnst það sorglegt að menn komi sér ekki að því sem skipti máli að bjarga heimilunum, bjarga efnahagnum og bjarga fyrirtækjunum og reisa þetta land aftur upp frá grunni eftir þessi hroðalegu mistök undanfarinna ára," segir Steingrímur að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×