Innlent

þjóðaratkvæði ekki bindandi

ragnhildur helgadóttir
ragnhildur helgadóttir

Tillögu Sjálfstæðismanna um að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-samninginn yrði bindandi var hafnað í gær. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður því ráðgefandi. En hver er munurinn á bindandi og ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu?

„Í reynd skiptir ekki meginmáli hvort þjóðaratkvæðagreiðslan er bindandi eða ráðgefandi. Allir flokkar virðast ganga út frá því að þjóðaratkvæðagreiðslan muni ráða úrslitum,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við HR.

Áður en samningurinn er endan-lega samþykktur þarf að breyta stjórnarskrá, að sögn Ragnhildar. Til þess að það megi gera þarf að halda alþingiskosningar. Því er ómögulegt að staðfesta aðildarsamninginn án þess að kosningar fari fram, að sögn Ragnhildar. Ef aðildarviðræður myndu dragast um nokkur ár væri því hægt að breyta stjórnarskránni samhliða næstu alþingiskosningum.

„Ekki þarf að rjúfa þing til að fara í sjálfa þjóðaratkvæðagreiðsluna“, segir Ragnhildur.

Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, var mikill stuðningsmaður þess að aðildarsamningur Noregs yrði samþykktur á sínum tíma. Hins vegar var honum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu og Gro sætti sig við það en sú atkvæðagreiðsla var ráðgefandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×