Innlent

Ragnheiður sagði já við tillögu um aðildarumsókn að ESB

Ragnheiður Ríkharðsdóttir vill í aðildarviðræður.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir vill í aðildarviðræður.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með tillögu um aðildarumsókn að ESB rétt í þessu. Hingað til er Ragnheiður fyrst sjálfstæðismanna á þingi til að greiða atkvæði með tillögunni.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur einnig greitt atkvæði með tillögunni.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, er sú fyrsta til þess að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×