Innlent

Þorsteinn Pálsson: Ríkisstjórnin er efnislega klofin

Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson.

Fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, Þorsteinn Pálsson, sagði í Kastljósi fyrir stundu að ríkisstjórnin væri efnislega klofin eftir átök um frumvarp um aðildarviðræður við ESB.

Hann sagði niðurstöðuna hinsvegar ánægjulega og taldi atkvæðin sem féllu á þingi í dag ekki sýna raunsanna mynd af stuðningi eða andstöðu við aðild að Evrópubandalaginu.

Því til rökstuðnings sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sett sig á móti verkferli ríkisstjórnar, þá helst Samfylkingar, en flokkurinn setti sig ekki efnislega á móti ESB að sögn Þorsteins.

Því telur hann að stuðningur við ESB sé mun breiðari inn á þingi og atkvæðin sem féllu í dag endurspegla ann stuðning á engan hátt.

Þá telur Þorsteinn að málið muni vinnast að lokum og Íslandi gangi inn í ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×