Innlent

ESB atkvæðagreiðsla: Spennan eins og í kappleik

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson Mynd/GVA
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Magnús Orri Schram sammælast um að mikil spenna sé í Alþingishúsinu nú, en greidd verða atkvæði um aðildarumsókn að ESB upp úr hádegi í dag.

„Þetta er svona eins og maður sé að fara út í jafnan kappleik og við erum að anda djúpt," segir Sigmundur Ernir.

Þeir bera, líkt og nærri má geta, báðir þá ósk í brjósti að tillagan verði samþykkt.



Magnús Orri SchramMynd/ ÞÖK
„Maður á alltaf að vera bjartsýnn, gamlir knattspyrnumenn vita það," segir Magnús.

Sigmundur segist ekki telja að breytingartillaga sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu nái fram að ganga og segir hana sýndarmennsku.

Hvorugur þeirra vill tjá sig um hvað gerist ef samstarfsflokkurinn, Vinstri græn, fellir þingsályktunartillöguna um aðildarumsókn. Magnús segir þá stöðu ekki hafa verið rædda formlega í þingflokknum.

„Ég tek hattinn ofan fyrir samstarfsflokkinum, því ég veit að þetta er þeim erfitt," segir Magnús að lokum.

Umræður um málið standa nú yfir.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×