Innlent

Alþingi hafnaði tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi felldi breytingatillögu Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 30 þingmenn greiddu tillögunni atkvæði sitt en 32 þingmenn greiddu atkvæði á móti. Birkir J. Jónsson greiddi ekki atkvæði. Atkvæðagreiðslan fór fram í hádeginu í dag. Breytingatilllagan fjallaði um það hvort þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram um það hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu. Enn á eftir að greiða atkvæði um þingsályktunartillöguna sjálfa. Það er, hvort sækja eigi um aðild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×